Fótbolti

Bale: Ronaldo er bestur í heimi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gareth Bale og Ronaldo mynda öflugt tvíeyki hjá Real Madrid.
Gareth Bale og Ronaldo mynda öflugt tvíeyki hjá Real Madrid. Vísir/Getty
Real Madrid er á ótrúlegu skriði en liðið hefur ekki tapað í 31 leik í öllum keppnum eða síðan það tapaði fyrir Barcelona í El Clásico 26. október á síðasta ári.

Real vann Schalke, 6-1, í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær og samanlagt, 9-2. Næst mætir það erkifjendunum í Barcelona á sunnudagskvöldið og Gareth Bale er hvergi banginn.

„Við erum að spila vel og erum fullir sjálfstrausts enda á góðu skriði. Nú þurfum við að undirbúa okkur vel fyrir næsta leik gegn Barcelona,“ segir Gareth Bale við heimasíðu Real Madrid.

„Barcelona er okkar helsti keppinautur og við þurfum að spila vel til að hirða þrjú stig á móti þeim. Þeir eru með frábæra leikmenn en við einbeitum okkur að okkar leik því við erum líka með frábæra leikmenn.“

Einn af þessu frábæru leikmönnum er auðvitað CristianoRonaldo sem heldur áfram að raða inn mörkum. Hann skoraði tvö gegn Schalke í gærkvöldi og er nú búinn að skora 41 mark í 37 leikjum á tímabilinu.

„Cristiano er bestur í heimi. Hann er hreint ótrúlegur og er öðrum fyrirmynd,“ segir Gareth Bale.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×