Innlent

Frístundaúrræði fyrir fatlaða ekki verkfallsbrot

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
"Ef það eru ekki okkar félagsmenn sem fengnir eru til starfa og engin kennsla sem fer fram, höfum við ekkert á móti því, það er bara ekki á okkar vegum,“ segir Sigurður.
"Ef það eru ekki okkar félagsmenn sem fengnir eru til starfa og engin kennsla sem fer fram, höfum við ekkert á móti því, það er bara ekki á okkar vegum,“ segir Sigurður. VÍSIR/VILHELM/STEFÁN
„Við myndum ekki líta á það sem verkfallsbrot ef borgin eða bæjarfélög biðu upp á einhverskonar úrræði fyrir fötluð ungmenni á daginn,“ segir Sigurður Ingi Andrésson, formaður verkfallsstjórnar félags framhaldsskólakennara.

Foreldrar fatlaðara barna og ungmenna hafa fengið þau svör frá Reykjavíkurborg að frístundarúrræði og dvöl yfir daginn á skammtímavistun fyrir börnin myndu vera verkfallsbrot.

„Það hefur verið rætt um að auka hugsanleg frístundaúrræði fyrir fötluð ungmenni í Hinu húsinu en borgaryfirvöld segja það ekki vera á þeirra ábyrgð að setja fjármagn í slíkt auk þess sem slíkt væri verkfallsbrot. Þessu erum við ekki sammála. Það þvo allir hendur sínar af þessum nemendum,“ sagði Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar.

„Ef það eru ekki okkar félagsmenn sem fengnir eru til starfa og engin kennsla sem fer fram, höfum við ekkert á móti því, það er bara ekki á okkar vegum,“ segir Sigurður.


Tengdar fréttir

Brotið tvöfalt á fötluðum nemendum í kennaraverkfallinu

Í verkfalli framhaldsskólakennara fá fatlaðir nemendur hvorki sérstaka aðstoð við námið né þjónustu sem tengist fötlun þeirra. Nemandi sendur heim á morgnana úr skammtímavistun vegna verkfallsins. Foreldrar bjarga málum frá degi til dags.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×