Erlent

Ráðgert að flytja herliðið heim af Krímskaga

Júlía Margrét Einarsdóttir skrifar
Andriy Parubiy yfirmaður öryggis og varnarmála í Kíev
Andriy Parubiy yfirmaður öryggis og varnarmála í Kíev Visir/AFP
Samkvæmt Andriy Parubiy yfirmanni öryggis og varnarmála í Kíev hyggjast úkraínsk yfirvöld kalla bæði herlið og fjölskyldur hermanna til baka af Krímskaganum. Hann greinir frá því að vilji sé til að flytja allt liðið hratt og örugglega aftur til meginlands Úkraínu. BBC greinir frá.

Nú þegar hafa þeir hermenn sem eru hliðhollir rússum hertekið tvær flotastöðvar, þar á meðal aðalflotastöð Úkraínu á Krímskaganum. Þetta gerðist strax í kjölfar þess að Krímverskir leiðtogar skrifuðu undir samkomulag við Moskvu um að innlima skagann inn í Rússland.

Aðskilnaðurinn var samþykktur á sunnudag, um það bil mánuði eftir að Viktor Yanukovych lét af embætti. Fram kemur í fréttatilkynningu unnið sé að því að draga herliðið og fjölskyldur þeirra til baka en samhliða því sé unnið að því að tryggja vegabréf fyrir rússneska ríkisborgara sem ferðast til Úkraínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×