Erlent

Krímshérað óskar eftir aðstoð Pútín

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Vísir/AFP
Sergiy Aksyonov, nýkjörinn forsætisráðherra Krímshéraðs Í Úkraínu, hefur óskað eftir aðstoð frá Vladimír Pútín rússlandsforseta við að koma á friði á Krímskaga í deilum við ný stjórnvöld í Kænugarði.

Aksyonov lét hafa eftir sér í úkraínskum fjölmiðlum að þrettán rússneskar flutningavélar hafi lent á herflugvelli í grennd við borgina Simferopol í gærkvöld en um borð eiga að hafa verið um tvö þúsund rússneskir hermenn.

Aksyonov var gerður forsætisráðherra af héraðsþingi Krímhéraðs í óþökk stjórnvalda í Kænugarði en Olexander Túrtsjínov, settur forseti Úkraínu, skoraði í gær á Vladimír Pútín, forseta Rússlands, að kalla allt herlið sitt frá landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×