Erlent

Rúsneska þingið hefur samþykkt að senda hermenn til Úkraínu

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Efra stig þingsins í Rússlandi hefur samþykkt beiðni Vladimir Pútín, forseta, um að senda hermenn til Úkraínu. Þingið þarf samkvæmt stjórnarskrá að samþykja slíkar aðgerðir. BBC segir frá þessu. Beiðnin kemur í kjölfar umræðu í þinginu um hvernig eigi að koma jafnvægi á ástandið Krímskaga í Úkraínu.

Fyrr í dag sagði varnarmálaráðherra Úkraínu að Rússland hefði þegar sent um 6.000 hermenn til landsins. Yfirvöld í Kænugarði hafa sakað Rússa um að ýta undir átök í landinu.

Frá Rússlandi fengust þær upplýsingar að Putin hafi lagt beiðnina fram í tengslum við óvenjulegt ástand í Úkraínu og ógn við líf rússneskra borgara. Í beiðninni segir að hermenn verði notaðir þar til ástandið í landinu verði eðlilegt.

Leiðtogi þingsins segir aðgerðir nauðsynlegar til að tryggja öryggi Svartahafsflota Rússlands og rússneska borgara. Þó tók hann fram að lokaákvörðunin væri hjá Pútín.

Þegar hafa hermenn tekið lykilbyggingar á Krímskaga og þar á meðal þingbyggingu svæðisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×