Erlent

Hótar viðskiptaþvingunum gegn Rússum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Visir/afp
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, John Kerry, hefur fordæmt hernaðarlega íhlutun Rússlands í Úkraínu í dag og talað um hegðun Rússa sem ögrun við frið í heiminum. 

Hann sakaði einnig Vladímír Pútín Rússlandsforseta um að reyna að innlima Krímskagann en að honum yrði ekki kápan úr því klæðinu

„Hann mun tapa á alþjóðavettvangi, Rússland mun tapa, rússneska þjóðin mun tapa og hann mun missa allan ljómann af hinum rándýru Vetrarólympíuleikum," sagði Kerry í samtali við NBC.

John Kerry segir að utanríkisráðherrar hinna ýmsu ríkja, G8 ríkjanna þar með talið, íhugi að beita Rússa viðskiptaþvingunum ef þeir halda uppteknum hætti. Að ríkin muni beita sér fyrir því að einangra Rússa í alþjóðaviðskiptum og að jafnvel gæti komið til eignafrystinga.

Kerry sagðist einnig ætla að beita sér fyrir því að Rússum yrðu ekki veittar vegabréfsáritanir þegar þeir hygðu á ferðalög til Evrópu, Bandaríkjanna eða annarra landa.

„Framkoma Rússlands er 19. aldar hegðun á þeirri 21," sagði Kerry þegar hann lýsti skoðun sinni á hernarbrölti Rússa á Krímskaga.

„Þú ræðst ekki inn í land á uppspunnum forsendum til að styrkja stöðu þína," bætti hann við.


Tengdar fréttir

Obama varar Rússa við hernaðaraðgerðum í Úkraínu

Barack Obama bandaríkjaforseti flutti ávarp í Hvíta húsinu í gær þar sem hann varaði Pútín við frekari hernaðaríhlutun í Úkraínu, og sagðist óttast að afskipti rússneskra stjórnvalda ógni stöðugleika á svæðinu.

Allt á suðupunkti á Krímskaga

Sergí Kúnítsjín, fulltrúi Olexander Túrtsjínov, forseta Úkraínu á Krímskaga, hefur sagt í fjölmiðlum að þrettán rússneskar flutningaflugvélar hafi í lent á herflugvelli í grennd við borgina Simferopol í kvöld.

Rússneskir hermenn sitja um herstöð

Forsætisráðherra Úkraínu hefur biðlað til Rússa að afturkalla herlið sitt frá svæðinu sem nú er sagt vera á "barmi hörmunga."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×