Algjört óvissuástand á Krímskaga Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 2. mars 2014 19:29 Allt er á suðupunkti á Krímskaga en úkraínski herinn er í viðbragðsstöðu vegna hugsanlegra átaka við Rússa. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fordæmir hernaðaríhlutun Rússa í Úkraínu og hótar að beita rússnesk stjórnvöld viðskiptaþvingunum. Þá gaf hann í skyn að Rússar ættu á hættu að missa stöðu sína í G8, hópi átta stærstu iðnríkja heims, vegna framgöngu sinnar á Krímskaga, og að Bandaríkjamenn myndu íhuga að beita þá alþjóðlegum viðskiptaþvingunum ef gripið verður til frekari aðgerða. Barack Obama ræddi við Vladimir Pútin, forseta Rússlands, í 90 mínútur í síma í gær og hvatti hann til að draga hersveitir sínar tilbaka. Pútin segist vera í fullum rétti til að vernda rússneska borgara á Krímskaga, sem tilheyrði Rússlandi fram til 1954, en um 60% íbúa skagans telja sig til Rússa. Rússneska þingið samþykkti síðdegis í gær að senda hersveitir inn fyrir landamæri Úkraínu. Pútín segist ekki hafa ákveðið hvort hann sendi aukið herlið til landsins, en rússneskir hermenn sem voru þar fyrir hafa í dag farið á milli herstöðva á Krímskaga og lagt hald á vopn Úkraínumanna. Þó hefur ekki enn komið til átaka. Olexander Turchynov, starfandi forseti Úkraínu, hefur kallað út varalið úkraínuhers og óttast stríð. Þá hefur öryggisgæsla verið hert í mörgum hlutum landsins, til að mynda við kjarnorkuver. Stjórnvöld í Kænugarði hafa beðið alþjóðasamfélagið um aðstoð en öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði um málið í gær og Atlantshafsbandalagið í hádeginu í dag. Arseniy Yatsenyuk, forsætisráðherra Úkraínu, lýsti yfir þungum áhyggjum á blaðamannafundi í morgun þar sem hann sagði allar viðvörunarbjöllur vera farnar að hringja. Úkraína Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Sjá meira
Allt er á suðupunkti á Krímskaga en úkraínski herinn er í viðbragðsstöðu vegna hugsanlegra átaka við Rússa. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fordæmir hernaðaríhlutun Rússa í Úkraínu og hótar að beita rússnesk stjórnvöld viðskiptaþvingunum. Þá gaf hann í skyn að Rússar ættu á hættu að missa stöðu sína í G8, hópi átta stærstu iðnríkja heims, vegna framgöngu sinnar á Krímskaga, og að Bandaríkjamenn myndu íhuga að beita þá alþjóðlegum viðskiptaþvingunum ef gripið verður til frekari aðgerða. Barack Obama ræddi við Vladimir Pútin, forseta Rússlands, í 90 mínútur í síma í gær og hvatti hann til að draga hersveitir sínar tilbaka. Pútin segist vera í fullum rétti til að vernda rússneska borgara á Krímskaga, sem tilheyrði Rússlandi fram til 1954, en um 60% íbúa skagans telja sig til Rússa. Rússneska þingið samþykkti síðdegis í gær að senda hersveitir inn fyrir landamæri Úkraínu. Pútín segist ekki hafa ákveðið hvort hann sendi aukið herlið til landsins, en rússneskir hermenn sem voru þar fyrir hafa í dag farið á milli herstöðva á Krímskaga og lagt hald á vopn Úkraínumanna. Þó hefur ekki enn komið til átaka. Olexander Turchynov, starfandi forseti Úkraínu, hefur kallað út varalið úkraínuhers og óttast stríð. Þá hefur öryggisgæsla verið hert í mörgum hlutum landsins, til að mynda við kjarnorkuver. Stjórnvöld í Kænugarði hafa beðið alþjóðasamfélagið um aðstoð en öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði um málið í gær og Atlantshafsbandalagið í hádeginu í dag. Arseniy Yatsenyuk, forsætisráðherra Úkraínu, lýsti yfir þungum áhyggjum á blaðamannafundi í morgun þar sem hann sagði allar viðvörunarbjöllur vera farnar að hringja.
Úkraína Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Sjá meira