Sport

Gunnar Nelson og Akhmedov jafnþungir

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gunnar Nelson mætir Omari Akhmedov á morgun.
Gunnar Nelson mætir Omari Akhmedov á morgun. vísir/getty
Gunnar Nelson var vigtaður í dag fyrir bardaga sinn gegn Rússanum OmariAkhmedov annað kvöld ásamt öllum hinum bardagaköppunum sem keppa á UFC-kvöldinu í O2-höllinni í London á morgun.

Bæði Gunnar og Akhmedov negldu á rétta þyngd en þeir voru báðir 170 pund eða 77,1kg þegar þeir stigu á vigtina í dag. Mikið er gert á vigtunardag til að hitta á rétta þyngd enda skiptir það miklu máli.

Vel fór á með þeim félögunum í dag en það sama verður ekki uppi á tengingnum annað kvöld þegar þeir berjast í veltivigt UFC. Bardaginn er gríðarlega mikilvægur fyrir þá enda bæði Gunnar og Rússinn taplausir.

Aðalbardagi kvöldsins er viðureign AlexandersGustafsson og JimiManuwa í léttþungavigt. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

MMA

Tengdar fréttir

Gunnar: Þá hefðu ekki allir lifað af

Gunnar Nelson ræðir ýmislegt við erlenda fjölmiðla í London og meðal annars um bílslysið í október þar sem hann og félagar hans sluppu ótrúlega vel. Gunnar og félagar í Mjölni voru þá á leið í óvissuferð er bíll þeirra valt ofan í Þjórsá.

Þjálfari Gunnars Nelson: Enginn stjórnar sjálfum sér betur en Gunnar

Gunnar Nelson er á leiðinni til London þar sem hann mætir Rússanum Omari Akhmedov í UFC-bardaga í í O2 Arena um næstu helgi. Akhmedov hefur ekki tapaða bardaga eins og Gunnar. John Kavanagh, írskur MMA-þjálfari Gunnars, ræddi við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö.

Upphitun fyrir UFC bardagana annað kvöld

Annað kvöld fer fram eitt stærsta bardagakvöld í sögu Íslands en þá mætir Gunnar Nelson aftur í búrið. Gunnar berst gegn Omari Akhmedov en bardagi þeirra er fyrsti bardaginn á aðal hluta bardagakvöldsins. Á bardagakvöldinu eru 10 frábærir bardagar en hér eru fjórir aðal bardagar kvöldsins.

Gaf 300 aðdáendum eiginhandaáritun

Framundan er þriðji UFC-bardagi Gunnars Nelson en hann berst við Rússann Omari Akhmedov í O2-höllinni í London á laugardaginn.

Greining á styrkleikum og veikleikum Gunnars

Eins og landsmönnum er kunnugt um mætir Gunnar Nelson aftur í búrið næstkomandi laugardag þegar hann berst við hinn rússneska Omari Akhmedov. Bardaginn fer fram í O2 Arena í London og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport! En hverjir eru styrkleikar og veikleikar Gunnars?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×