Innlent

Hátt í fjórða þúsund á Austurvelli

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu eru um fjögur þúsund manns á Austurvelli, en hópurinn Við Viljum kjósa boðuðu til mótmæla í dag til að krefjast þess að umsókn Íslands um aðild að ESB verði ekki dregin til baka án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu.

Rúmlega 47 þúsund manns hafa skrifað undir á vefnum thjod.is þar sem skorað er á ríkisstjórnina að hætta við þingsályktunartillöguna og boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda skuli aðildaviðræðum áfram.

Sif Traustadóttir fundarstjóri setti fundinn og til máls taka Ólafur Stefánsson handboltamaður, Jón Kalmann Stefánsson rithöfundur, Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff.

Hægt er að miðla myndum til Vísis með því að nota merkinguna #visir á Instagram og Twitter.




Tengdar fréttir

Mótmælin við Austurvöll - 3. dagur

Þriðju mótmælin á Austurvelli eru hafin en mótmælt er fyrirhugaðri afturköllun aðildarviðræðna við Evrópusambandið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×