Lífið

The Guardian fjallar um tökustaði á Íslandi

Bjarki Ármannsson skrifar
Jökulsárlón hefur meðal annars fengið að njóta sín í myndum um James Bond og Batman.
Jökulsárlón hefur meðal annars fengið að njóta sín í myndum um James Bond og Batman. Vísir/Valli
Breska blaðið The Guardian stendur fyrir skemmtilegri samantekt á vinsælum kvikmynda- og sjónvarpsstökustöðum á Íslandi í dag. 

Blaðamaðurinn Robert Hull segir frá heimsókn sinni hingað til lands þar sem fyrir augu ber meðal annars Jökulsárlón og Dyrhólaey, en einnig staldrar hann við á veitingastöðum eins og Grillmarkaðnum í Reykjavík og Halldórskaffi í Vík í Mýrdal.

Eins og þekkt er hafa kvikmyndaleikstjórar á borð við Ben Stiller, Cristopher Nolan og Darren Aronofsky tekið upp hluta úr myndum sínum hér á landi síðastliðin ár auk þess sem sjónvarpsþáttaröðin magnaða Game of Thrones styðst við íslenska náttúru að miklu leyti. 


Tengdar fréttir

Walter Mitty ómetanleg landkynning fyrir Ísland

Kvikmyndin The secret life of Walter Mitty var á dögunum forsýnd hér á landi en bandaríski leikarinn Ben Stiller, fer með aðalhlutverk í myndinni og leikstýrir henni einnig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.