„Hungursneyð er grafalvarlegt ástand“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 24. febrúar 2014 12:17 „Mér finnst ekkert annað um þessi ummæli en að þau eru röng,“ segir Sigríður Víðis Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi Unicef á Íslandi, um ummæli Vigdísar Hauksdóttur þingkonu Framsóknarflokksins og formanns Heimssýnar í þættinum Mín skoðun á Stöð 2 í gær. Vigdís sagði þá í tvígang að í Evrópu geysaði hungursneyð. „Hungursneyð er nákvæmt og formlega skilgreint hugtak. Hungursneyð er ekki háð huglægu mati. Því er þessi fullyrðing Vigdísar einfaldlega röng,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Sigríður segir að til þess að hungursneyð sé lýst yfir á ákveðnu landssvæði þurfi þrjú megin skilyrði að vera uppfyllt. „Þrjátíu prósent barna þurfa að þjást að bráðavannæringu, sem þýðir að börn séu lífshættulega vannærð. Í öðru lagi þurfa tuttugu prósent fólks að fá innan við 2100 hitaeiningar á dag og í þriðja lagi þurfa tveir fullorðnir eða fjögur börn á hverja þúsund íbúa að láta lífið af völdum matarskorts á einum sólarhring. Hungursneyð er grafalvarlegt ástand,“ útskýrir hún. „Ef við heimfærum þetta yfir á Reykjavík, þá þyrftu tvö til fjögur hundruð manns að láta lífið af völdum matarskorts á einum sólarhring, til þess að hungursneyð væri lýst yfir,“ segir Sigríður ennfremur. Hún segir mikinn mun vera á hungri og hungursneyð. „Það er fullt af fólki sem gengur hungrað til hvílu á hverju kvöldi og alltof mörg börn sem þjást af vannæringu. En það er langt frá því að vera sami hluturinn og hungursneyð. Á þessari stundu er ekkert svæði í heiminum þar sem hungursneyð hefur verið lýst yfir, sem betur fer.“ Ummæli Vigdísar vöktu mikla athygli á samskiptavefnum Twitter. Hér að neðan má sjá nokkur tíst um ummælin.Sæl @vigdishauks, á pantað flug til DK í apríl. Þarf ég að hafa áhyggjur af þessari hungursneyð sem ríkir þar og í öðrum ESB ríkjum?— Orri Freyr Rúnarsson (@OrriFreyr) February 23, 2014 Ég er að fara í brúðkaup í Belgíu í sumar. Ég þarf víst að smyrja mér nesti og svona, m.v. orð form. fjárlaganefndar #minskodun #hungursneyð— Andrés Fjeldsted (@andresfjeld) February 23, 2014 'Malta er ekki ríki' og 'Það er hungursneyð í Evrópu'! Frasar í boði Formanns fjárlaganefndar. If that doesn't scare you...... #MinSkodun— Sveinn Arnarsson (@Sveinn_A) February 23, 2014 Tek við matarsendingum til Þýskalands. Hér ríkir víst hungursneyð. #minskodun— Ásdís Sigtryggsdótti (@Asdis_S) February 23, 2014 Mín skoðun Tengdar fréttir Hávær krafa um að formenn útskýri ákvörðun um ESB aðild Formenn stjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, neituðu báðir að svara spurningum fréttamanns í dag vegna fyrirhugaðrar afturköllunar umsóknar Íslands að Evrópusambandinu. 22. febrúar 2014 20:00 EES samningnum verði rift meðan höft eru í landinu Verði ESB umsókn dregin til baka mun ríkið þurfa að svara fyrir gjaldeyrishöft. 22. febrúar 2014 13:00 „Það er verið að svíkja þig, kæri Íslendingur“ Mikael Torfason vandaði ríkisstjórnarflokkunum ekki kveðjurnar í pistli sínum í þættinum Mín skoðun í dag. 23. febrúar 2014 18:08 Þingsályktun um viðræðuslit við ESB á leiðinni Formaður utanríkismálanefndar segir Alþingi hljóta að taka ákvörðun um framhald evrópumála að lokinni umræðu um skýrslu Hagfræðistofnunar. Stjórnarflokkarnir vilji ljúka viðræðunum. 20. febrúar 2014 20:00 Þrjú þúsund hafa boðað komu sína á Austurvöll Liðlega þrjú þúsund manns hafa boðað komu sína á Austurvöll þegar þingfundur hefst þar klukkan þrjú í dag. Fólkið krefst þess, að þingályktunartillaga um að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði slitið, verði tekin til baka. 24. febrúar 2014 07:28 „Komdu með vantraust, ég skora á þig“ Katrín Júlíusdóttir, þingmaður og varaformaður Samfylkingarinnar, segir það koma til greina að leggja fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina. Hún ræddi Evrópusambandsumsóknina við Vigdísi Hauksdóttur, þingmann Framsóknarflokksins, í þættinum Mín skoðun. 23. febrúar 2014 17:00 Sjálfstæðir Evrópumenn skora á Sjálfstæðisflokkinn Sjálfstæðir Evrópumenn hvetja stjórnvöld til þess að taka ekki afstöðu um Evrópusambandsaðild landsins fyrr en skýrsla Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands liggur fyrir. 21. febrúar 2014 14:48 Ákvörðun stjórnvalda misráðin og skaðleg Stjórn Félags atvinnurekenda segir ákvörðun stjórnarflokkanna, um að slíta viðræðum við Evrópusambandið vera misráðna og vera skaðleg fyrir íslensk fyrirtæki. 24. febrúar 2014 10:57 Fjölmiðlar á Möltu fjalla um ummæli Vigdísar "Íslenskur þingmaður Framsóknarflokksins og helsti andstæðingur Evrópusambandsaðildar á Íslandi sagði í gær að Malta væri ekki sjálfstætt ríki, heldur sjálfstjórnarhérað undir öðru ríki,“ segir í frétt Times of Malta. 24. febrúar 2014 12:23 Þingflokksfundur um viðræðuslit Á fundi þingflokks Sjálfstæðismanna í dag verður rætt um afstöðu flokksins til Evrópusambandsumsóknarinnar og möguleg viðræðuslit við ESB. 21. febrúar 2014 12:27 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira
„Mér finnst ekkert annað um þessi ummæli en að þau eru röng,“ segir Sigríður Víðis Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi Unicef á Íslandi, um ummæli Vigdísar Hauksdóttur þingkonu Framsóknarflokksins og formanns Heimssýnar í þættinum Mín skoðun á Stöð 2 í gær. Vigdís sagði þá í tvígang að í Evrópu geysaði hungursneyð. „Hungursneyð er nákvæmt og formlega skilgreint hugtak. Hungursneyð er ekki háð huglægu mati. Því er þessi fullyrðing Vigdísar einfaldlega röng,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Sigríður segir að til þess að hungursneyð sé lýst yfir á ákveðnu landssvæði þurfi þrjú megin skilyrði að vera uppfyllt. „Þrjátíu prósent barna þurfa að þjást að bráðavannæringu, sem þýðir að börn séu lífshættulega vannærð. Í öðru lagi þurfa tuttugu prósent fólks að fá innan við 2100 hitaeiningar á dag og í þriðja lagi þurfa tveir fullorðnir eða fjögur börn á hverja þúsund íbúa að láta lífið af völdum matarskorts á einum sólarhring. Hungursneyð er grafalvarlegt ástand,“ útskýrir hún. „Ef við heimfærum þetta yfir á Reykjavík, þá þyrftu tvö til fjögur hundruð manns að láta lífið af völdum matarskorts á einum sólarhring, til þess að hungursneyð væri lýst yfir,“ segir Sigríður ennfremur. Hún segir mikinn mun vera á hungri og hungursneyð. „Það er fullt af fólki sem gengur hungrað til hvílu á hverju kvöldi og alltof mörg börn sem þjást af vannæringu. En það er langt frá því að vera sami hluturinn og hungursneyð. Á þessari stundu er ekkert svæði í heiminum þar sem hungursneyð hefur verið lýst yfir, sem betur fer.“ Ummæli Vigdísar vöktu mikla athygli á samskiptavefnum Twitter. Hér að neðan má sjá nokkur tíst um ummælin.Sæl @vigdishauks, á pantað flug til DK í apríl. Þarf ég að hafa áhyggjur af þessari hungursneyð sem ríkir þar og í öðrum ESB ríkjum?— Orri Freyr Rúnarsson (@OrriFreyr) February 23, 2014 Ég er að fara í brúðkaup í Belgíu í sumar. Ég þarf víst að smyrja mér nesti og svona, m.v. orð form. fjárlaganefndar #minskodun #hungursneyð— Andrés Fjeldsted (@andresfjeld) February 23, 2014 'Malta er ekki ríki' og 'Það er hungursneyð í Evrópu'! Frasar í boði Formanns fjárlaganefndar. If that doesn't scare you...... #MinSkodun— Sveinn Arnarsson (@Sveinn_A) February 23, 2014 Tek við matarsendingum til Þýskalands. Hér ríkir víst hungursneyð. #minskodun— Ásdís Sigtryggsdótti (@Asdis_S) February 23, 2014
Mín skoðun Tengdar fréttir Hávær krafa um að formenn útskýri ákvörðun um ESB aðild Formenn stjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, neituðu báðir að svara spurningum fréttamanns í dag vegna fyrirhugaðrar afturköllunar umsóknar Íslands að Evrópusambandinu. 22. febrúar 2014 20:00 EES samningnum verði rift meðan höft eru í landinu Verði ESB umsókn dregin til baka mun ríkið þurfa að svara fyrir gjaldeyrishöft. 22. febrúar 2014 13:00 „Það er verið að svíkja þig, kæri Íslendingur“ Mikael Torfason vandaði ríkisstjórnarflokkunum ekki kveðjurnar í pistli sínum í þættinum Mín skoðun í dag. 23. febrúar 2014 18:08 Þingsályktun um viðræðuslit við ESB á leiðinni Formaður utanríkismálanefndar segir Alþingi hljóta að taka ákvörðun um framhald evrópumála að lokinni umræðu um skýrslu Hagfræðistofnunar. Stjórnarflokkarnir vilji ljúka viðræðunum. 20. febrúar 2014 20:00 Þrjú þúsund hafa boðað komu sína á Austurvöll Liðlega þrjú þúsund manns hafa boðað komu sína á Austurvöll þegar þingfundur hefst þar klukkan þrjú í dag. Fólkið krefst þess, að þingályktunartillaga um að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði slitið, verði tekin til baka. 24. febrúar 2014 07:28 „Komdu með vantraust, ég skora á þig“ Katrín Júlíusdóttir, þingmaður og varaformaður Samfylkingarinnar, segir það koma til greina að leggja fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina. Hún ræddi Evrópusambandsumsóknina við Vigdísi Hauksdóttur, þingmann Framsóknarflokksins, í þættinum Mín skoðun. 23. febrúar 2014 17:00 Sjálfstæðir Evrópumenn skora á Sjálfstæðisflokkinn Sjálfstæðir Evrópumenn hvetja stjórnvöld til þess að taka ekki afstöðu um Evrópusambandsaðild landsins fyrr en skýrsla Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands liggur fyrir. 21. febrúar 2014 14:48 Ákvörðun stjórnvalda misráðin og skaðleg Stjórn Félags atvinnurekenda segir ákvörðun stjórnarflokkanna, um að slíta viðræðum við Evrópusambandið vera misráðna og vera skaðleg fyrir íslensk fyrirtæki. 24. febrúar 2014 10:57 Fjölmiðlar á Möltu fjalla um ummæli Vigdísar "Íslenskur þingmaður Framsóknarflokksins og helsti andstæðingur Evrópusambandsaðildar á Íslandi sagði í gær að Malta væri ekki sjálfstætt ríki, heldur sjálfstjórnarhérað undir öðru ríki,“ segir í frétt Times of Malta. 24. febrúar 2014 12:23 Þingflokksfundur um viðræðuslit Á fundi þingflokks Sjálfstæðismanna í dag verður rætt um afstöðu flokksins til Evrópusambandsumsóknarinnar og möguleg viðræðuslit við ESB. 21. febrúar 2014 12:27 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira
Hávær krafa um að formenn útskýri ákvörðun um ESB aðild Formenn stjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, neituðu báðir að svara spurningum fréttamanns í dag vegna fyrirhugaðrar afturköllunar umsóknar Íslands að Evrópusambandinu. 22. febrúar 2014 20:00
EES samningnum verði rift meðan höft eru í landinu Verði ESB umsókn dregin til baka mun ríkið þurfa að svara fyrir gjaldeyrishöft. 22. febrúar 2014 13:00
„Það er verið að svíkja þig, kæri Íslendingur“ Mikael Torfason vandaði ríkisstjórnarflokkunum ekki kveðjurnar í pistli sínum í þættinum Mín skoðun í dag. 23. febrúar 2014 18:08
Þingsályktun um viðræðuslit við ESB á leiðinni Formaður utanríkismálanefndar segir Alþingi hljóta að taka ákvörðun um framhald evrópumála að lokinni umræðu um skýrslu Hagfræðistofnunar. Stjórnarflokkarnir vilji ljúka viðræðunum. 20. febrúar 2014 20:00
Þrjú þúsund hafa boðað komu sína á Austurvöll Liðlega þrjú þúsund manns hafa boðað komu sína á Austurvöll þegar þingfundur hefst þar klukkan þrjú í dag. Fólkið krefst þess, að þingályktunartillaga um að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði slitið, verði tekin til baka. 24. febrúar 2014 07:28
„Komdu með vantraust, ég skora á þig“ Katrín Júlíusdóttir, þingmaður og varaformaður Samfylkingarinnar, segir það koma til greina að leggja fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina. Hún ræddi Evrópusambandsumsóknina við Vigdísi Hauksdóttur, þingmann Framsóknarflokksins, í þættinum Mín skoðun. 23. febrúar 2014 17:00
Sjálfstæðir Evrópumenn skora á Sjálfstæðisflokkinn Sjálfstæðir Evrópumenn hvetja stjórnvöld til þess að taka ekki afstöðu um Evrópusambandsaðild landsins fyrr en skýrsla Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands liggur fyrir. 21. febrúar 2014 14:48
Ákvörðun stjórnvalda misráðin og skaðleg Stjórn Félags atvinnurekenda segir ákvörðun stjórnarflokkanna, um að slíta viðræðum við Evrópusambandið vera misráðna og vera skaðleg fyrir íslensk fyrirtæki. 24. febrúar 2014 10:57
Fjölmiðlar á Möltu fjalla um ummæli Vigdísar "Íslenskur þingmaður Framsóknarflokksins og helsti andstæðingur Evrópusambandsaðildar á Íslandi sagði í gær að Malta væri ekki sjálfstætt ríki, heldur sjálfstjórnarhérað undir öðru ríki,“ segir í frétt Times of Malta. 24. febrúar 2014 12:23
Þingflokksfundur um viðræðuslit Á fundi þingflokks Sjálfstæðismanna í dag verður rætt um afstöðu flokksins til Evrópusambandsumsóknarinnar og möguleg viðræðuslit við ESB. 21. febrúar 2014 12:27