Erlent

Dregur lögmæti stjórnvalda í Úkraínu í efa

Samúel Karl Ólason skrifar
Kona leggur blóm við langa línu blóma og kerta sem liggja að vegatálmum sem mótmælendur settu upp í Kænugarði.
Kona leggur blóm við langa línu blóma og kerta sem liggja að vegatálmum sem mótmælendur settu upp í Kænugarði. Vísir/AFP
Forsætisráðherra Rússlands segist hafa efasemdir um nýja leiðtoga Úkraínu sem komist hafa til valda. „Við skiljum ekki hvað er í gangi í Úkraínu. Þetta er raunveruleg ógn við hagsmuni okkar og líf borgara okkar,“ er haft eftir Dmitry Mededev, forsætisráðherra Rússlands á vef BBC.

„Það leikur á mikill vafi um lögmæti stórra hluta stjórnsýslu eininga sem nú starfa þar.“

Rússnesk stjórnvöld hafa kallað sendiherra sinn frá Úrkaínu og hafa sakað stjórnarandstöðu landsins um valdarán.

Til handalögmála kom á milli þingmanna í Úkraínu síðastliðinn fimmtudag. Í myndbandi sem AP fréttaveitan birti fyrr í dag sést einn þingmaður slá annan og margir þeirra takast á.


Tengdar fréttir

Vilja handtaka Janúkóvítsj

Stjórnvöld í Úkraínu hafa gefið út handtökuskipun á hendur fyrrverandi forseta landsins, Viktori Janúkóvítsj.

Þjóðstjórn mynduð í Úkraínu

Forseta úkraínska löggjafarþingsins, Oleksander Turchinov, hefur verið falið tímabundið forsetavald, þar til gengið verður til kosninga í lok maí á þessu ári.

Sættir milli stjórnarandstöðu og forseta Úkraínu

Viktor Janúkovítsj, forseti Úkraínu, og leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa undirritað samning þess efnis að forsetakosningar fari fram í landinu fyrir áramót. Þá verður stjórnarskrá landsins frá árinu 2004 tekin upp að nýju.

Tuttugu og fimm liggja í valnum í Kænugarði

Að minnsta kosti tuttugu og fimm hafa fallið í átökum mótmælenda og lögreglu í Kænugarði í Úkraínu frá því í gær. Óeirðalögreglan gerði í morgun atlögu að strærstu búðum mótmælenda á Sjálfstæðistorginu í miðbænum.

Mótmælendur í Kænugarði endurskipuleggja sig

Loft var lævi blandið í höfuðborg Úkraínu í morgun, en í gær sló mótmælendum og lögreglu saman með þeim afleiðingum að tugir manna létust og fjöldi manna særðust.

Vopnahlé í Úkraínu

Meðlimir stjórnar og stjórnarandstöðu munu setjast að samningaborðinu.

35 sagðir látnir í Kænugarði

Átökin milli mótmælenda og lögreglu héldu áfram í nótt og morgun þrátt fyrir yfirlýsingar um vopnahlé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×