Innlent

Mótmælin mynduð í bak og fyrir á Instagram

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lögreglan gerir klárt fyrir mótmælin í dag.
Lögreglan gerir klárt fyrir mótmælin í dag. Vísir/Daníel
Rúmlega fjögur þúsund manns boðuðu komu sína á mótmæli á Austurvelli í dag vegna ákvörðunar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið.

Beina útsendingu frá mótmælunum má sjá í vefmyndavél á heimasíðu Mílu.

Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 15 þar sem fyrirhugað var að þingsályktunartillaga Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra yrði tekin til umræðu. Hægt er að fylgjast með honum í beinni útsendingu hér á Vísi.

Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna gerðu hins vegar þá kröfu, á fundi með Einari K. Guðfinnssyni í morgun, að þingsályktunartillaga utanríkisráðherra yrði tekin af dagskrá í dag.

Við biðjum þá sem eru staddir á Austurvelli og vilja miðla myndum eða athugasemdum til Vísis í gegnum Instagram eða Twitter að merkja færslurnar með #visir.

Hér fyrir neðan má sjá tugir Instagram-mynda og Twitter-tísta frá fólki sem var á staðnum.


Tengdar fréttir

Þrjú þúsund hafa boðað komu sína á Austurvöll

Liðlega þrjú þúsund manns hafa boðað komu sína á Austurvöll þegar þingfundur hefst þar klukkan þrjú í dag. Fólkið krefst þess, að þingályktunartillaga um að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði slitið, verði tekin til baka.

Ákvörðun stjórnvalda misráðin og skaðleg

Stjórn Félags atvinnurekenda segir ákvörðun stjórnarflokkanna, um að slíta viðræðum við Evrópusambandið vera misráðna og vera skaðleg fyrir íslensk fyrirtæki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×