Fótbolti

Barcelona greiðir skattayfirvöldum 2,1 milljarð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Forráðamenn Barcelona neita að hafa gert nokkuð sökótt þegar félagið keypti Brasilíumanninn Neymar í sumar en hafa þó samþykkt að greiða skattayfirvöldum himinháa upphæð.

Barcelona gaf upp í sumar að félagið hefði greitt 9,1 milljarð króna fyrir Neymar en hann kom frá brasilíska félaginu Santos. Hins vegar fengu foreldrar hans stóran hluta kaupverðsins eða 6,4 milljarð.

Spænsk yfirvöld kærðu nýlega Barcelona fyrir skattsvik vegna málsins en í kjölfarið ákvað forsetinn Sandro Rossell að segja af sér. Hann neitaði þó að hafa haft rangt við.

Því hefur verið haldið fram að Barcelona hafi í raun greitt mun meira fyrir Neymar en gefið var upp og ákvað dómari á Spáni í síðustu viku að nægar sannanir væru fyrir hendi til að halda rannsókn málsins áfram.

Forráðamenn Barcelona hafa nú brugðist við með því að greiða skattinum 2,1 milljarð króna en í yfirlýsingu en heldur því engu að síður fram að félagið hafi staðið við allar sínar skuldbindingar gagnvart skattinum.

Ekki hefur verið tilkynnt hvort að þetta nægi til að ljúka málinu af hálfu skattayfirvalda á Spáni.


Tengdar fréttir

Forseti Barcelona sagði af sér

Sandro Rosell, forseti Barcelona, sagði í kvöld af sér í tengslum við lögsókn vegna kaupa félagsins á Brasilíumanninum Neymar

Barcelona, hvert fóru peningarnir fyrir Neymar?

Spænskur dómstóll ætlar að þvinga forráðamenn Barcelona til gera grein fyrir því hvert peningarnir fóru sem félagið borgaði fyrir Brasilíumanninn Neymar í sumar.

Santos fékk bara brot af peningunum fyrir Neymar

Þó svo að Brasilíumaðurinn Neymar hafi verið seldur til Barcelona fyrir 9,2 milljarða króna fékk félag hans, Santos, ekki nema lítinn hluta upphæðarinnar til sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×