Jason Day: "Maður uppsker eins og maður sáir" 24. febrúar 2014 21:46 Day fagnar titlinum í gær með fjölskyldu sinni. Vísir/AP Ástralinn Jason Day sigraði heimsmótið í holukeppni í gær en þessi 26 ára kylfingur lagði frakkann Victor Dubuisson í gríðarlega spennandi úrslitaleik á Dove Mountain vellinum í Arizona í gær. Day tryggði sér sigurinn á fimmtu holu í bráðabana, eftir alls 23 holu úrslitaleik, en þetta er annað mótið á PGA mótaröðinni sem Day sigrar síðan hann tryggði sér þátttökurétt á henni árið 2010. Í viðtali við Todd Lewis, fréttamann Golf Channel eftir sigurinn í gær þakkaði Day góðu líkamlegu formi árangurinn um helgina. „Ég spilaði yfir 120 holur við marga frábæra kylfinga í mótinu og það tekur á. Ég er alltaf að leita að leiðum til að bæta mig á vellinum og þessi sigur sannar það bara að ef maður vinnur í öllum þáttum í golfleiknum sínum þá uppsker maður eins og maður sáir. Það hef ég svo sannarlega gert.“ Um mótspilara sinn í úrslitaleiknum, Victor Dubuisson hafði Day ekkert nema gott að segja. „Victor er frábær kylfingur sem sýndi mikið hjarta með því að vinna sig inn í úrslitaleikinn aftur eftir að ég hafði komist í forystu. Hann slóg mörg mögnuð högg og ég hélt á tímabili að þetta yrði ekki minn dagur því hann virtist alltaf koma upp með réttu höggin á réttum tíma. Sem betur fer tókst mér að klára dæmið en ég er viss um að við eigum eftir að sjá hann oftar í baráttunni í stórum mótum.“ Næsta mót á PGA mótaröðinni er Honda Classic sem fram fer í Flóridafylki og hefst á fimmtudaginn en Jason Day mun taka þátt ásamt mörgum af bestu kylfingum heims. Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ástralinn Jason Day sigraði heimsmótið í holukeppni í gær en þessi 26 ára kylfingur lagði frakkann Victor Dubuisson í gríðarlega spennandi úrslitaleik á Dove Mountain vellinum í Arizona í gær. Day tryggði sér sigurinn á fimmtu holu í bráðabana, eftir alls 23 holu úrslitaleik, en þetta er annað mótið á PGA mótaröðinni sem Day sigrar síðan hann tryggði sér þátttökurétt á henni árið 2010. Í viðtali við Todd Lewis, fréttamann Golf Channel eftir sigurinn í gær þakkaði Day góðu líkamlegu formi árangurinn um helgina. „Ég spilaði yfir 120 holur við marga frábæra kylfinga í mótinu og það tekur á. Ég er alltaf að leita að leiðum til að bæta mig á vellinum og þessi sigur sannar það bara að ef maður vinnur í öllum þáttum í golfleiknum sínum þá uppsker maður eins og maður sáir. Það hef ég svo sannarlega gert.“ Um mótspilara sinn í úrslitaleiknum, Victor Dubuisson hafði Day ekkert nema gott að segja. „Victor er frábær kylfingur sem sýndi mikið hjarta með því að vinna sig inn í úrslitaleikinn aftur eftir að ég hafði komist í forystu. Hann slóg mörg mögnuð högg og ég hélt á tímabili að þetta yrði ekki minn dagur því hann virtist alltaf koma upp með réttu höggin á réttum tíma. Sem betur fer tókst mér að klára dæmið en ég er viss um að við eigum eftir að sjá hann oftar í baráttunni í stórum mótum.“ Næsta mót á PGA mótaröðinni er Honda Classic sem fram fer í Flóridafylki og hefst á fimmtudaginn en Jason Day mun taka þátt ásamt mörgum af bestu kylfingum heims.
Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira