Innlent

Tvenn mótmæli fyrirhuguð á Austurvelli í dag

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Frá mótmælunum í gær.
Frá mótmælunum í gær. VISIR/PJETUR
Austurvöllur verður undirlagður mótmælum í dag en tvenn slík eru fyrirhuguð seinni partinn.

Fyrri mótmæli dagsins bera yfirskriftina „Námsmenn athugið“ en þar er á ferðinni samstöðufundur með nemum á öllum skólastigum.

Að baki fundinum standa allar námsmannahreyfingar landsins og markmið hans er að „sýna samstöðu gegn þeim niðurskurði og kjaraskerðingum sem íslenskir námsmenn hafa mátt þola síðustu ár,“ er kemur fram í fréttatilkynningu sem Vísir greindi frá í gær.

Fundurinn hefst klukkan 15:00 og tónlistaratriði frá Svavari Knúti, Emmsjé Gauta, Johnny and the Rest og Amaba Dama brjóta upp framsögur frá formönnum námsmannahreyfinganna.

Að honum loknum hefjast önnur mótmælin gegn afturköllun aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Talið er að á fjórða þúsund manns hafi mótmælt fyrirhugaðri þingsályktunartillögu stjórnarflokkana í gær og halda á áfram mótmælum þar sem frá var horfið.

Ef tekið er mið af fjölda þeirra sem hafa boðað komu sína á mótmælin má áætla að rúmlega 2700 manns muni leggja leið sína á Austurvöll í dag, þó skörun milli hópanna sé eflaust einhver.


Tengdar fréttir

„Núna er þetta í höndunum á þjóðinni“

Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, leggur áherslu á að þingsályktunartillaga Gunnars Braga muni ekki fara inn á borð forsetans og því sé ekki hægt að skjóta því í atkvæðagreiðslu.

Fjölmenn mótmæli á Austurvelli

Hátt í fjögur þúsund manns voru samankomin á Austurvelli í dag til að mótmæla því að stjórnvöld hafi ákveðið að draga aðildarumsókn að Evrópusambandinu til baka.

Boðað til mótmæla á Ráðhústorgi

Samstöðumótmæli, með fyrirhuguðum mótmælum á Austurvelli í dag, verða á Ráðhústorgi á Akureyri klukkan 15 í dag.

Boða aftur til mótmæla

Aftur hefur verið boðað til mótmæla á Austurvelli og fara þau fram á morgun. Mótmælin eru gegn áætlunum ríkisstjórnarinnar um að draga umsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka.

Rafmagnað andrúmsloft á Austurvelli í dag - Myndband

Vel á fjórða þúsund manns kom á Austurvöll til þess að mótmæla áætlun ríkisstjórnarinnar að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka. Enn er talsverður fjöldi staddur á Austurvelli.

Fólk að safnast saman á Austurvelli

Lögreglan hefur sett upp upp girðingar við Alþingishúsið vegna mótmæla sem boðað hefur verið til klukkan þrjú í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×