Innlent

Bein útsending frá samstöðufundi Bjarna í Valhöll klukkan 12

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Bjarni í Valhöll í dag.
Bjarni í Valhöll í dag. Vísir/GVA
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, verður frummælandi á innanflokksfundi Sjálfstæðismanna um Evrópusambandsmál, sem fer fram í Valhöll í hádeginu.

Hægt verður að horfa á fundinn í beinni útsendingu hér á Vísi, þegar fundur hefst klukkan 12.

Bjarni hefur sætt mikillar gagnrýni undanfarið og talinn ekki hafa staðið við kosningaloforð um þjóðaratkvæðagreiðslu sem hann gaf í vor.

„Ég get ekki fyllilega staðið við það að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort við höldum áfram viðræðum við Evrópusambandið þar sem það er pólitískur ómöguleiki til staðar," sagði Bjarni í Kastljósi í gærkvöldi.

Bjarni sagði ennfremur í viðtalinu að ekki væri hægt að halda aðildarviðræðum við Evrópusambandið áfram á meðan báðir ríkisstjórnarflokkarnir væru andvígir inngöngu í sambandið. Hann taldi þau ummæli ekki rétt að með því að draga aðildarumsóknina til baka væri verið að gera ríkisstjórnum framtíðar erfitt fyrir með að fara í viðræður við Evrópusambandið á nýjan leik.

Benedikt Jóhannesson, formaður Sjálfstæðra Evrópumanna, hyggst ekki mæta á fundinn. Í samtali við Vísi fyrr í dag sagði hann: „Þetta er ávarp formanns fyrst og fremst – þessi fundur. Fundur sem er með annað yfirbragð. Og ég hef gefið það út áður að markmið mitt í þessu er að koma mínum sjónarmiðum á framfæri en ekki skemma fyrir einhverjum öðrum. Þetta er sá vettvangur sem menn velja og sjálfsagt að þeir hafi hann.“

Hér að neðan má sjá fundinn þegar hann hefst, klukkan 12.

Uppfært: Fundinum er lokið




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×