Fótbolti

Dortmund pakkaði Zenit saman

Reus og Mkhitaryan fagna í dag.
Reus og Mkhitaryan fagna í dag. Vísir/Getty
Það tók leikmenn þýska liðsins Dortmund aðeins fimm mínútur að ganga frá Zenit St. Petersburg í í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Þá skoruðu þeir tvö mörk gegn hriplekri vörn heimamanna. Þetta er í fyrsta skipti í sögu Meistaradeildarinnar sem útilið skorar tvö mörk á fyrstu fimm mínútum leiksins.

Mótspyrna rússneska liðsins var ekki mikil og það kom því nánast eins og þruma úr heíðskíru lofti er liðið minnkaði muninn. Skot af stuttu færi eftir þunga sókn.

Þýska liðinu datt ekki til hugar að hleypa Zenit nær sér og Robert Lewandowski kom Dortmund í 3-1 skömmu síðar. Lewandowski aleinn í teignum og ekki í fyrsta skipti sem vörn Zenit var út á þekju.

Hulk hélt Zenit á lífi með marki úr vítaspyrnu en aftur slökki Lewandowski í heimamönnum. Fjögur mörk á útivelli og tveggja marka forskot ætti að duga Dortmund áfram í næstu umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×