Erlent

Janúkovítsj sagður á heilsuhæli í Rússlandi

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Janúkovítsj undirritaði samkomulag við stjórnarandstöðuna í síðustu viku eftir hörð átök í Kænugarði.
Janúkovítsj undirritaði samkomulag við stjórnarandstöðuna í síðustu viku eftir hörð átök í Kænugarði. vísir/afp
Viktor Janúkovítsj, fyrrverandi forseti Úkraínu, er sagður dveljast á heilsuhæli rétt fyrir utan Moskvu. Þetta hefur AP-fréttastofan eftir rússneska fjölmiðlinum RBK.

Öryggisgæsla er sögð hafa verið óvenju mikil í kringum hótel í borginni, þar sem Janúkovítsj er sagður hafa dvalið áður. Lögreglumenn fylgdust með úr bílum sem lagt var fyrir utan hótelið og öryggisverðir stóðu í anddyrinu. Þá er einnig greint frá því að sést hafi til bandamanna forsetans fyrrverandi á hótelinu.

Janúkovítsj hefur ekki sést meðal almennings síðan á laugardag og segjast yfirvöld í Rússlandi ekki hafa neinar upplýsingar um afdrif hans.

Oleksandr Túrtsjínov hefur tekið við sem bráðabirgðaforseti Úkraínu eftir að Janúkovítsj hrökklaðist úr embætti í kjölfar mikilla átaka í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×