Fótbolti

Jafntefli í rosalegum Madrídarslag

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Ronaldo kom Real Madrid til bjargar
Ronaldo kom Real Madrid til bjargar Vísir/Getty
Atletico Madrid og Real Madrid skildu jöfn 2-2 í frábærum nágrannaslag á heimavelli Atletico í dag. Ronaldo tryggði Real stigið mikilvæga átta mínútum fyrir leikslok.

Real Madrid var á toppi deildarinnar með þremur stigum meira en Atletico og Barcelona þegar flautað var til leiks.

Karim Benzema kom Real yfir strax á þriðju mínútu en Koke jafnaði metin á 28. mínútu.

Gríðarlegur hiti var í leiknum og hart barist. Leikurinn var mjög hraður og mörg falleg tilþrif litu dagsins ljós.

Gabi kom Atletico yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks og Atletico því 2-1 yfir í hálfleik.

Ronaldo tryggði Real Madrid toppsætið enn um sinn þegar hann jafnaði metin á 82. mínútu eftir að boltinn hrökk af Gareth Bale.

Barcelona getur minnkað forystu Real í eitt stig í kvöld þegar liðið tekur á móti Almería í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport klukkan 20.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×