Fótbolti

Pellegrini í tveggja leikja bann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Manuel Pellegrini, stjóri Manchester City, missir af næstu leikjum liðsins í Meistaradeild Evrópu.

Pellegrini var í dag dæmdur í tveggja leikja bann fyrir ummæli sem hann lét falla um sænskan dómara, Jonas Eriksson, að loknu 2-0 tapi liðsins gegn Barcelona í síðustu viku.

Hann missir því af síðari viðureign liðanna í 16-liða úrslitum og einum leik þar að auki. Pellegrini fékk alls þriggja leikja bann en sá þriðji er skilorðsbundinn í tvö ár.

Pellegrini sagði að Eriksson hafi ekki gætt fyllsta hlutleysis í leiknum og þá gagnrýndi hann að dómari frá Svíþjóð hafi verið settur á svo mikilvægan leik. Hann baðst síðar afsökunar á ummællum sínum.


Tengdar fréttir

Pellegrini skellir skuldinni á dómarann

Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að það hefði verið slæm hugmynd að láta Svíann Jonas Eriksson dæma leik liðsins gegn Barcelona í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×