Erlent

Allt á suðupunkti á Krímskaga

Stefán Árni Pálsson skrifar
2000 rússneskir hermenn eiga að vera staddir á Krímskaga.
2000 rússneskir hermenn eiga að vera staddir á Krímskaga. visir/ap
Sergí Kúnítsjín, fulltrúi Olexander Túrtsjínov, forseta Úkraínu á Krímskaga, hefur sagt í fjölmiðlum að þrettán rússneskar flutningaflugvélar hafi í lent á herflugvelli í grennd við borgina Simferopol í kvöld. Um borð eiga að hafa verið um tvö þúsund manns sem Kúnítsjín telur að séu rússneski hermenn.

Lofthelgi landsins hefði verið lokað en rússnesk stjórnvöld segja ekkert hæft í því að þeir hafi lokað umferð um flugvöllinn.

Olexander Túrtsjínov, settur forseti Úkraínu, skoraði í á Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í kvöld að kalla herlið sitt frá landinu.

Rússneskir hermenn standa vörð um alþjóðaflugvöll Svartahafsborgarinnar Sevastopol á Krímskaga.

Þá hafa vopnaðir menn verið á verði við flugvöllinn í Simferopol, sem er höfuðstaður héraðsstjórnarinnar á Krímskaga.

Mennirnir eru ekki merktir neinu tilteknu herliði og hafa ekki viljað ræða við fréttamenn.

Viktor Janúkóvitsj, sem hraktist úr embætti forseta Úkraínu um helgina en hefst nú við í Rússlandi.

Spenna milli Úkraínu og Rússlands er mikil eftir að ný stjórn tók við völdum í Úkraínu, skipuð mið- og hægriflokkum sem hafa verið á móti nánari tengslum Úkraínu við Rússland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×