Norðmenn unnu tvöfalt í sprettgöngunni | Myndband 11. febrúar 2014 13:53 Norðmenn unnu sigur í sprettgöngu karla- og kvenna á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í dag.Maiken Caspersen Falla frá Noregi komst fyrst í mark í úrslitum kvenna og tryggði sér Ólympíugullið en hún kláraði brautina á 2:35,49 mínútum. Önnur norsk stúlka, Ingvild Östberg, fékk silfrið en hún og hin slóvenska Vesna Fabjan komu í mark nánast á sama tíma. Þegar endasprettur þeirra var skoðaður nánar kom í ljós að Östberg kom í mark 2/100 úr sekúndu á undan Fabjan og fékk sú slóvenska því bronsið. Sigur Norðmanna var tvöfaldur því Ola Vigen Hattestad kom fyrstur í mark í úrslitum karla á 3:38,39 mínútum. Annar varð Svíinn Teodor Peterson sem reyndi að hafa Hattestad á endasprettinum en gafst upp þegar hann sá að Norðmaðurinn var of sterkur og fagnaði silfrinu vel. Baráttan um bronsið var svakaleg því í erfiðustu beygju brautarinnar duttu Svíinn Emil Jönsson, Norðmaðurinn Anders Glöersen, og Rússinn Sergey Ustigov. Annar Svíi, Marcus Hellner, var þá þegar búinn að gefast upp og þurftu þremenningarnir að rífa sig á fætur og leggja af stað í baráttu um bronsverðlaun. Það fór svo að Svíinn Emil Jönsson kom þriðji í mark og fagnaði bronsi í ótrúlegri úrslitagöngu.Vísir/Getty Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Í beinni: Haukar - Valur | Mæta til leiks eftir endurkomu McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sjá meira
Norðmenn unnu sigur í sprettgöngu karla- og kvenna á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í dag.Maiken Caspersen Falla frá Noregi komst fyrst í mark í úrslitum kvenna og tryggði sér Ólympíugullið en hún kláraði brautina á 2:35,49 mínútum. Önnur norsk stúlka, Ingvild Östberg, fékk silfrið en hún og hin slóvenska Vesna Fabjan komu í mark nánast á sama tíma. Þegar endasprettur þeirra var skoðaður nánar kom í ljós að Östberg kom í mark 2/100 úr sekúndu á undan Fabjan og fékk sú slóvenska því bronsið. Sigur Norðmanna var tvöfaldur því Ola Vigen Hattestad kom fyrstur í mark í úrslitum karla á 3:38,39 mínútum. Annar varð Svíinn Teodor Peterson sem reyndi að hafa Hattestad á endasprettinum en gafst upp þegar hann sá að Norðmaðurinn var of sterkur og fagnaði silfrinu vel. Baráttan um bronsið var svakaleg því í erfiðustu beygju brautarinnar duttu Svíinn Emil Jönsson, Norðmaðurinn Anders Glöersen, og Rússinn Sergey Ustigov. Annar Svíi, Marcus Hellner, var þá þegar búinn að gefast upp og þurftu þremenningarnir að rífa sig á fætur og leggja af stað í baráttu um bronsverðlaun. Það fór svo að Svíinn Emil Jönsson kom þriðji í mark og fagnaði bronsi í ótrúlegri úrslitagöngu.Vísir/Getty
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Í beinni: Haukar - Valur | Mæta til leiks eftir endurkomu McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sjá meira