Fótbolti

Negredo: Barcelona olli okkur engum sérstökum vandræðum

Álvaro Negredo í baráttunni við Javier Mascherno í gærkvöldi.
Álvaro Negredo í baráttunni við Javier Mascherno í gærkvöldi. Vísir/Getty
Álvaro Negredo, leikmaður Manchester City, segir liðið hafa verið í fínum málum gegn Barcelona þar til Spánverjarnir skoruðu fyrsta markið.

Barcelona vann City, 2-0, í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær. Fyrra markið skoraði Lionel Messi úr vítaspyrnu sem dæmd var þegar MartinDemichelis felldi hann við vítateiginn.

Argentínumaðurinn fékk rautt spjald og var sendur snemma í bað. Messi skoraði úr vítinu eins og áður segir og DanielAlves bætti svo við öðru marki undir lok leiksins.

„Það er erfitt að kyngja þessu tapi því þetta fyrra mark gerði út af við okkur. Við stóðum okkur vel og fengum fullt af marktækifærum en töpuðum á endanum, 2-0,“ sagði Negredo við Goal.com eftir leikinn.

„Við áttum fleiri marktilraunir en þeir. Xavi átti þetta eina skot í fyrri hálfleik. Barcelona stýrði leiknum en gerði það á svæðum sem olli okkur engum vandræðum. Við erum ánægðir með okkar frammistöðu en þetta víti og mark breytti leiknum,“ segir Álvaro Negredo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×