Fótbolti

Guardiola: Leikurinn breyttist eftir rauða spjaldið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Pep Guardiola, stjóri Bayern München, segir að sínir menn hafi sýnt þolinmæði í 2-0 sigri liðsins á Arsenal í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

„Arsenal var mun betri aðilinn fyrstu 20 mínútur leiksins en eftir að markvörður liðsins fékk rautt breyttist leikurinn,“ sagði Guardiola.

Wojciech Szczesny var vikið af velli fyrir að brjóta á Arjen Robben í teignum. Þó svo að Bayern hafi ekki skorað úr vítaspyrnunni var liðið með mikla yfirburði í síðari hálfleik og uppskar tvö mörk.

„Það er erfitt að spila gegn liði sem er með níu menn í teignum en við tókumst vel á við aðstæðurnar og sýndum þolinmæði. Að lokum kom markið sem við þurftum.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×