Sport

Mayweather neitar að hafa veðjað á Denver

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Floyd Mayweather hnefaleikakappi.
Floyd Mayweather hnefaleikakappi. Vísir/Getty
Það vakti mikla athygli þegar fullyrt var í gær að hnefaleikakappinn Floyd Maywather hafi veðjað 1,2 milljörðum króna á sigur Denver Broncos í Super Bowl.

Fullyrðingar þess efnis birtust fyrst á Twitter í gær og bárust svo víða að Mayweather birti yfirlýsingu á Instagram-síðu sinni þar sem hann neitaði þessu.

„Ef ég hefði lagt eitthvað undir hefði ég veðjað á Seattle,“ skrifaði Mayweather enn fremur á Twitter-síðuna sína.

Mayweather er ósigraður á ferli sínum í hringnum og tilkynnti nú í morgun að hann ætlaði að leyfa aðdáendum sínum að velja sinn næsta andstæðing. Valið stendur á milli þeirra Amir Kahn og Marcos Maidana.





NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×