Innlent

Ríkissaksóknari óskar eftir frekari gögnum um lekamálið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ríkissaksóknari vill frekari gögn um lekamálið.
Ríkissaksóknari vill frekari gögn um lekamálið. Mynd/samsett
Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, hefur óskað eftir frekari gögnum og upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu vegna kæru lögmanns hælisleitenda um leka á trúnaðargögnum úr ráðuneytinu.

Gögnin rötuðu í hendur fjölmiðla en þetta kemur fram í frétt á vefsíðu ríkissaksóknara. Hanna Birna Kristjánsdóttir er innanríkisráðherra.

„Eftir að hafa farið vandlega yfir svör innanríkisráðuneytisins við fyrirspurn ríkissaksóknara, vegna kæru um meðferð persónuupplýsinga, sem bárust ríkissaksóknara með bréfi dagsettu 20. janúar taldi ríkissaksóknari nauðsynlegt að fá frekari gögn og upplýsingar frá innanríkisráðuneytinu, áður en endanleg ákvörðun verður tekin um það hvort málinu verði vísað til lögreglurannsóknar.“




Tengdar fréttir

Hvatt til óháðrar rannsóknar á lekamálinu

Innanríkisráðherra segir ítarlega rannsókn innan innanríkisráðuneytisins og stofnana þess sýna að minnisblað um hælisleitanda hafi ekki komið úr ráðuneytinu. Mörður Árnason er með minnisblaðið.

Mun ekki tjá sig efnislega um lekamálið fyrr en niðurstaða liggur fyrir

Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, hefur ítrekað beðist undan því að mæta í viðtal í Kastljósið til að ræða trúnaðarbrest sem kom upp í innanríkisráðuneytinu. Hún hafði áður samþykkt að veita Kastljósi viðtal í vikunni en hefur hætt við það í bili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×