Sport

Wilson: Ég vil líkjast Peyton

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Seattle-maðurinn Russell Wilson segist bera mikla virðingu fyrir Peyton Manning, leikstjórnanda Denver Broncos.

Liðin mætast í Super Bowl á sunnudagskvöld og mun mikið mæða á leikstjórnendunum tveimur.

Peyton Manning er 37 ára gamall og á að baki langan feril og ótal sigra. Wilson er aðeins á sínu öðru tímabili í deildinni og að spila í Super Bowl í fyrsta sinn.

„Ég reyni að líkjast honum [Peyton] með því að taka vel eftir öllum smáatriðum og ég held að að það sé einn af mínum styrkleikum,“ sagði Wilson.

„Peyton er þekktur fyrir leiðtogahæfileika sína og hversu magnaður hann er við bardagalínuna. Ég er að vinna að því að ná honum.“

„Við eigum það sameiginlegt að vera með mjög mikið keppnisskap og koma liðunum okkar í eins góða stöðu og þarf til að vinna leikinn.“

Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá upptöku frá blaðamannafundi Wilson í vikunni. Þar segir hann meðal annars frá því að hann hafi leitað ráða hjá þeim Terry Bradshaw og Drew Brees fyrir þennan leik.

Super Bowl verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD á sunnudagskvöld. Upphitun hefst klukkan 22.00 en leikurinn sjálfur klukkan 23.25. Andri Ólafsson stýrir umræðum á meðan leiknum stendur og áhorfendur eru hvattir til að taka þátt á Twitter með merkinu ‪#‎NFLisland‬.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×