Fótbolti

Hundruð stuðningsmanna í fimm ára bann

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stuðningsmenn Dortmund.
Stuðningsmenn Dortmund. Vísir/AFP
Þýska úrvalsdeildarfélagið Schalke hefur meinað 498 stuðningsmönnum Dortmund frá því að sækja heimavöll félagsins heim næstu fimm árin. Reuters greinir frá.

Liðin mætast á heimavelli Schalke í mars og segir í tilkynningu frá Schalke að stuðningsmennirnir séu hvorki velkomnir á völlinn né á svæðið umhverfis hann fyrr en árið 2019.

„Bannið nær til þeirra stuðningsmanna gestaliðsins sem vísvitandi efna til óláta og setja aðra stuðningsmenn, leikmenn og starfsmenn í hættu á leikvanginum,“ segir í yfirlýsingunni frá Schalke.

Stuðningsmenn Dortmund eyðilögðu grindverk, kveiktu í blysum og hentu inn á völlinn og í stúku heimaliðsins í 3-1 sigri Dortmund á Schalke í október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×