Fótbolti

Barcelona mun aldrei selja Messi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi og Jordi Alba.
Lionel Messi og Jordi Alba. Vísir/NordicPhotos/Getty
Josep Maria Bartomeu, nýr forseti Barcelona, sagði í útvarpsviðtali að félagið muni aldrei selja Argentínumanninn Lionel Messi og á dagskránni sé að framlengja núverandi samning við leikmanninn.

Messi hefur verið orðaður við franska félagið  Paris St-Germain að undanförnu en þar er til nóg af peningum til að borga Messi svaka laun og að kaupa upp samning hans við Barcelona-liðið.

Messi hefur ekki skorað eins mikið á þessu tímabili og oft áður (18 mörk) en hann hefur gefið 36 stoðsendingar og liðið hefur unnið 16 af þeim 20 leikjum sem hann hefur spilað í öllum keppni á þessu tímabili.

„Við munum setjast niður og ræða nýjan samning. Við munum gera það allt sem í okkar valdi stendur til að framlengja við hann og sjá til þess að hann sé launahæsti leikmaður heimsins," sagði Josep Maria Bartomeu.

Messi missti úr fimm vikur vegna meiðsla en er kominn aftur á fullt skrið þótt að hann sé meira í því að leggja upp mörk en að skora þau sjálfur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×