Fótbolti

Markalaust í toppslagnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Diego Costa og Messi í baráttunni í kvöld.
Diego Costa og Messi í baráttunni í kvöld. Nordic Photos / Getty
Ekkert mark var skorað í uppgjöri Atletico Madrid og Barcelona, tveggja efstu liðanna í spænsku úrvalsdeildinni, í kvöld.

Það var nóg um að vera þrátt fyrir markaleysið en markahrókurinn Diego Costa komst nálægt því að koma heimamönnum yfir rétt fyrir lok fyrri hálfleiks.

Neymar og Lionel Messi voru báðir á bekknum í upphafi leiks en báðir komu inn á í kvöld. Messi í hálfleik og Neymar á 67. mínútu.

Argentínumaðurinn öflugi komst tvívegis nálægt því að skora. Hann átti skalla rétt fram hjá marki Atletico og skot sem var varið af Belganum Kevin Courtois í marki Atletico.

Börsungar halda toppsætinu vegna hagstæðara markahlutfalls en bæði lið eru með 50 stig á toppnum. Real Madrid getur minnkað muninn í þrjú stig með sigri í sínum leik á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×