Nýjasti atvinnumaður Íslands frá Eyjum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. janúar 2014 09:26 Elísa á æfingu með íslenska landsliðinu. Mikil hlaupageta er einn af hennar styrkleikum. Mynd/KSÍ Elísa Viðarsdóttir, varnarmaður úr Vestmannaeyjum, hefur samið við Kristianstad en liðið leikur í efstu deild sænsku knattspyrnunnar. Elísa staðfesti þetta við Vísi í gærkvöldi. Elísa, sem spilar ýmist sem hægri bakvörður eða miðvörður, rann um áramótin út á samningi við uppeldisfélag sitt ÍBV. Félagið sendi frá sér tilkynningu af því tilefni þar sem fram kom að Elísa yrði ekki áfram í röðum ÍBV. Elísa, sem verður 23 ára á árinu, hefur leikið alla leiki ÍBV í efstu deild síðan liðið vann sér sæti þar haustið 2010. Hún skoraði eitt mark í 18 leikjum liðsins í sumar þegar liðið hafnaði í 3. sæti deildarinnar. Eyjakonan hefur leikið átta sinnum með A-landsliði Íslands og sjö sinnum með 19 ára landsliðinu. Hún var í leikmannahópi Íslands á Evrópumótinu í Svíþjóð síðastliðið sumar. Elísa er enn einn Íslendingurinn sem gengur í raðir Kristianstad sem Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar ásamt Birni Sigurbörnssyni. Sif Atladóttir stendur vaktina í vörninni og er fyrirliði liðsins. Þá er Guðný Björk Óðinsdóttir í röðum félagsins en hún var frá síðari hluta síðasta tímabils vegna krossbandsslita. Þá var Margrét Lára Viðarsdóttir með liðinu á síðustu leiktíð en hefur nú tekið sér frí frá knattspyrnu vegna barnseigna. Margrét Lára er eldri systir Elísu og stefnir ótrauð á endurkomu að loknum barnsburði. Elísa er enn einn atvinnumaður Íslands frá Vestmannaeyjum. Ásgeir Sigurvinsson var sá fyrsti til að fara utan er hann samdi við Standard Liege í Belgíu árið 1973. Síðan hafa fjölmargir farið utan og má þar nefna Hermann Hreiðarsson, Tryggva Guðmundsson auk Margrétar Láru. Krisstianstad hóf æfingar í síðustu viku eftir vetrarfrí. Fyrsti leikur liðsins í deildinni er gegn Tyresö þann 13. apríl. Fótbolti Íslenski boltinn Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Fleiri fréttir Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Sjá meira
Elísa Viðarsdóttir, varnarmaður úr Vestmannaeyjum, hefur samið við Kristianstad en liðið leikur í efstu deild sænsku knattspyrnunnar. Elísa staðfesti þetta við Vísi í gærkvöldi. Elísa, sem spilar ýmist sem hægri bakvörður eða miðvörður, rann um áramótin út á samningi við uppeldisfélag sitt ÍBV. Félagið sendi frá sér tilkynningu af því tilefni þar sem fram kom að Elísa yrði ekki áfram í röðum ÍBV. Elísa, sem verður 23 ára á árinu, hefur leikið alla leiki ÍBV í efstu deild síðan liðið vann sér sæti þar haustið 2010. Hún skoraði eitt mark í 18 leikjum liðsins í sumar þegar liðið hafnaði í 3. sæti deildarinnar. Eyjakonan hefur leikið átta sinnum með A-landsliði Íslands og sjö sinnum með 19 ára landsliðinu. Hún var í leikmannahópi Íslands á Evrópumótinu í Svíþjóð síðastliðið sumar. Elísa er enn einn Íslendingurinn sem gengur í raðir Kristianstad sem Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar ásamt Birni Sigurbörnssyni. Sif Atladóttir stendur vaktina í vörninni og er fyrirliði liðsins. Þá er Guðný Björk Óðinsdóttir í röðum félagsins en hún var frá síðari hluta síðasta tímabils vegna krossbandsslita. Þá var Margrét Lára Viðarsdóttir með liðinu á síðustu leiktíð en hefur nú tekið sér frí frá knattspyrnu vegna barnseigna. Margrét Lára er eldri systir Elísu og stefnir ótrauð á endurkomu að loknum barnsburði. Elísa er enn einn atvinnumaður Íslands frá Vestmannaeyjum. Ásgeir Sigurvinsson var sá fyrsti til að fara utan er hann samdi við Standard Liege í Belgíu árið 1973. Síðan hafa fjölmargir farið utan og má þar nefna Hermann Hreiðarsson, Tryggva Guðmundsson auk Margrétar Láru. Krisstianstad hóf æfingar í síðustu viku eftir vetrarfrí. Fyrsti leikur liðsins í deildinni er gegn Tyresö þann 13. apríl.
Fótbolti Íslenski boltinn Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Fleiri fréttir Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Sjá meira