Sport

Eldfljótur Íri mætir Anítu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Galligan, Aníta og Krebs.
Galligan, Aníta og Krebs. Mynd/FRÍ
Samkeppnin verður mikil í 800 metra hlaupi kvenna á Reykjavíkurleikunum (Reykjavik International Games) í Laugardalshöll um næstu helgi.

Aníta Hinriksdóttir úr ÍR verður að sjálfsögðu á meðal keppenda í sinni sterkustu grein en von er á tveimur sterkum keppendum til landsins. Rose-Anne Galligan, 26 ára Íri, mætir til leiks en hún á betri tíma en Aníta í greininni innanhúss.

Galligan setti írskt met í 800 metrunum á Demantamóti í London síðastliðið sumar. Þá bætti hún 19 ára gamalt met Soniu O'Sullivan þegar hún kom í mark á tímanum 2:00,58 mínútum. Besti tími hennar innanhúss er hins vegar 2:02,84 mínútur.

Íslandsmet Anítu utanhúss er 2:00,49 mínútur en met hennar innanhúss er 2:03,27 mínútur. Vísir hefur áður fjallað um konu Aline Krebs frá Þýskalandi sem á best 2:05,65 mínútur innanhús og 2:03,50 mínútur utanhúss.

Keppt verður í 800 metra hlaupinu á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×