Fótbolti

Ronaldo skoraði meira en Messi og Ribery til samans

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. Mynd/NordicPhotos/Getty
Í kvöld ræðst það hvaða knattspyrnumaður verður kosinn sá besti í heimi á árinu 2013 en FIFA mun þá afhenda Gullboltann sinn í fjórða sinn.

Þrír eru tilnefndir að þessu sinni en það eru þeir Lionel Messi hjá Barcelona, Franck Ribéry hjá Bayern München og Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid.

Cristiano Ronaldo er sigurstranglegastur í kjörinu en hann átti frábært ár bæði með Real Madrid og portúgalska landsliðinu.

Cristiano Ronaldo skoraði 66 mörk í 56 leikjum á árinu 2013 og hann skoraði þá meira en Lionel Messi (42) og Franck Ribery (22) til samans.

Ronaldo átti auk þess 15 stoðsendingar á árinu og bjó til 94 marktækifæri fyrir liðsfélaga sína í þessum 56 leikjum.

Lionel Messi hefur verið kosinn sá besti í heimi undanfarin fjögur ár og Franck Ribery vann alla titla í boði með þýska liðinu Bayern München. Cristiano Ronaldo hefur endaði í öðru sæti undanfarin tvö ár.

Einn af þessum verður kosinn sá besti í heimi í kvöld. Cristiano Ronaldo, Lionel Messi og Franck Ribéry.Mynd/NordicPhotos/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×