Wozniacki og McIlroy trúlofuð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. janúar 2014 10:37 Wozniacki og McIlroy. Nordic Photos / Getty Tenniskonan Caroline Wozniacki og kylfingurinn Rory McIlroy, eitt þekktasta íþróttapar heims, ákvaðu að fagna nýju ári með því að trúlofa sig. Þau tilkynntu trúlofun sína á Twitter í gær eins og sjá má hér fyrir neðan. Þau voru þá stödd í Ástralíu þar sem Wozniacki er að undirbúa sig fyrir opna ástalska meistaramótið í tennis. Wozniacki er dönsk en McIlroy er norður-írskur. Þau hafa bæði náð í fremstu röð í sínum íþróttagreinum en þau byrjuðu saman sumarið 2011, stuttu eftir að McIlroy vann sitt fyrsta stórmót í golfi. Wozniacki var þá í efsta sæti heimslistans í tennis en hún hefur síðan þá dottið niður í tíunda sætið. McIlroy, sem hefur náð í efsta sæti heimslistans í golfi, er nú í sjötta sæti eftir erfitt tímabil í fyrra.Happy New Year everyone! Rory and I started 2014 with a bang! ... I said YES!!!! pic.twitter.com/J7c2pXgsdC — Caroline Wozniacki (@CaroWozniacki) December 31, 2013 Golf Tennis Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Tenniskonan Caroline Wozniacki og kylfingurinn Rory McIlroy, eitt þekktasta íþróttapar heims, ákvaðu að fagna nýju ári með því að trúlofa sig. Þau tilkynntu trúlofun sína á Twitter í gær eins og sjá má hér fyrir neðan. Þau voru þá stödd í Ástralíu þar sem Wozniacki er að undirbúa sig fyrir opna ástalska meistaramótið í tennis. Wozniacki er dönsk en McIlroy er norður-írskur. Þau hafa bæði náð í fremstu röð í sínum íþróttagreinum en þau byrjuðu saman sumarið 2011, stuttu eftir að McIlroy vann sitt fyrsta stórmót í golfi. Wozniacki var þá í efsta sæti heimslistans í tennis en hún hefur síðan þá dottið niður í tíunda sætið. McIlroy, sem hefur náð í efsta sæti heimslistans í golfi, er nú í sjötta sæti eftir erfitt tímabil í fyrra.Happy New Year everyone! Rory and I started 2014 with a bang! ... I said YES!!!! pic.twitter.com/J7c2pXgsdC — Caroline Wozniacki (@CaroWozniacki) December 31, 2013
Golf Tennis Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira