Fótbolti

Fyrsta þrenna Alexis Sánchez fyrir Barcelona

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/NordicPhotos/Getty
Barcelona er komið aftur á toppinn í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir 4-0 heimasigur á Elche í dag. Sílemaðurinn Alexis Sánchez skoraði sína fyrstu þrennu fyrir Barcelona en hann hefur verið hjá félaginu í þrjú ár.

Lionel Messi er byrjaður að æfa á ný með Barcelona en hann spilaði ekki leikinn í dag. Það kom ekki að sök og Börsungar stóðust vel pressuna frá Atlético Madrid sem tók af þeim toppsætið í gær. Barcelona og Atlético eru með jafnmörg stig en Barca er með betri markatölu.

Alexis Sánchez skoraði fyrsta markið á sjöundu mínútu eftir sendingu frá Jordi Alba og Cesc Fàbregas lagði síðan upp mark fyrir Pedro níu mínútum síðar.

Xavi fékk kjörið tækifærið til að skora í leiknum en hann skaut framhjá úr vítaspyrnu á 48. mínútu en Fàbregas fiskaði vítið.

Alexis Sánchez skoraði síðan tvö mörk með sex mínútna millibili í seinni hálfleik en seinna markið skoraði hann beint úr aukaspyrnu.

Alexis Sánchez er nú kominn með 11 mörk í 14 deildarleikjum með Barcelona á tímabilinu en hann skoraði 8 deildarmörk á öllu tímabilinu í fyrra.





Mynd/NordicPhotos/Getty
Fyrsta mark Alexis Sánchez í leiknum.Mynd/NordicPhotos/Getty
Alexis Sánchez skorar sitt annað mark í leiknum.Mynd/NordicPhotos/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×