Handbolti

Snorri Steinn þurfti að fara í markið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson sést hér stýra leik íslenska liðsins í dag.
Snorri Steinn Guðjónsson sést hér stýra leik íslenska liðsins í dag. Mynd/NordicPhotos/Getty
Það hefur vakið athygli á fjögurra þjóða æfingamótinu í Þýskalandi að Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, lætur útileikmenn spila í "hlutverki" markmanns þegar íslenska liðið lendir manni færri.

Íslenska liðið er þá með engan í marki á meðan en er jafnframt með fullskipað lið í sóknarleiknum. Svo er það undir "markmanninum" komið að lesa leikinn og skipta sér útaf svo raunverulegur markvörður íslenska komist í markið í tæka tíð.

Þetta gengur vanalega ágætlega en það kom upp úr staða í sigrinum á Austurríki í dag að Snorri Steinn Guðjónsson, leikstjórnandi íslenska liðsins, þurfti að fara á stuttbuxunum í markið.

Austurríkismenn voru fljótir fram og Snorri Steinn náði ekki að skipta við markvörð íslenska liðsins. Snorri Steinn var í markinu alla þessa sókn Austurríkismanna sem endaði með að einn þeirra slapp í gegn og skoraði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×