Innlent

Ályktanir rannsóknarnefndar stangast á við framburð vitna

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögfræðingur barna Péturs.
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögfræðingur barna Péturs.
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður barna Péturs Tryggvasonar sjúkraflutningamannsins sem lést í flugslysinu í Hlíðarfjalli, segir nú til vandlegrar skoðunar að óska opinberrar rannsóknar á brotlendingunni og tildrögum hennar.

Ákvörðun um slíka kröfu fari meðal annars eftir því hver næstu skref verða hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa.

„Rannsóknarnefndin sendi frá sér bráðabirgðaskýrslu um málið í október. Ályktanir í skýrslunni um að flugvélin hafi „misst hæð“ stangast á við framburð vitna sem lágu fyrir hjá lögreglu strax daginn eftir slysið. Samkvæmt sjónarvottum missti vélin ekki hæð heldur var henni flogið allan tímann. Þarna er verulegt ósamræmi,“ segir Vilhjálmur.


Tengdar fréttir

Flugvélin hætti við lendingu skömmu fyrir slysið

Tveir létust þegar sjúkraflugvél brotlenti við Hlíðarfjallsveg, rétt ofan við aðstöðu bílaklúbbs Akureyrar, á öðrum tímanum í dag. Þrír voru um borð í vélinni. Maðurinn sem lifði slysið af dvelur nú á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri.

Yfirlýsing frá Mýflugi: Engu ábótavant í viðhaldi og tækni þegar flugvélin hrapaði

Engu var ábótavant í viðhaldi né tæknilegum atriðum þegar flugvél Mýflugs, TF-MYX, hrapaði í Hlíðarfjalli þann 5. ágúst síðastliðinn með þeim afleiðingum að tveir létust. Áhöfnin var rétt þjálfuð og hafði fengið næga tíma til hvíldar, veðuraðstæður voru hagstæðar og nægt eldsneyti var á vélinni. Þetta segir í tilkynningu frá Mýflugi.

„Það stóð allt í ljósum logum“

Sjónarvottur segist hafa séð flugvélina tætast í sundur á brautinni og að í raun sé kraftaverk að enginn hafi orðið fyrir brakinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×