Innlent

Könnun Mýflugs: „Ekkert ábótavant sem þarf að bregðast við“

„Við getum ekki rannsakað flugslys. Við höfum enga þekkingu til að gera slíkt og svo sem ekki trúverðugur aðili til þess heldur," segir Sigurður Bjarni Jónsson, stjórnarformaður og flugöryggisfulltrúi Mýflugs.

Í kjölfar flugslyssins í Hlíðarfjalli þann 5. ágúst í fyrra, þar sem tveir menn létust, gerði Mýflug könnun á því hvort eitthvað væri ábótavant í rekstri félagsins.

„Við skoðuðum þá þætti sem við treystum okkur til að leggja mat á - þessa flugrekstrarlegu þætti svo sem flug- og vakttíma og hvort við höfum verið að sinna viðhaldinu samkvæmt þeim áætlunum sem samþykktar eru. Niðurstaðan er sú að við sjáum ekkert ábótavant sem við þurfum að bregðast strax við," segir Sigurður Bjarni.

„Við teljum því best að einhver til þess bær aðili skili niðurstöðu svo við getum brugðist við einhverju sem er efnislegt - ef við á,“ segir Sigurður Bjarni.

„Við tókum strax ákvörðun um að taka ekki þátt í vangaveltum. Það eru eðlilega allskonar sögusagnir í gangi og við teljum að það væri ekki faglegt af okkur að taka afstöðu eða gera eitthvað á grundvelli þeirra.“


Tengdar fréttir

„Beygjan að brautinni var alltof skörp“

Bróðir Péturs Tryggvasonar sem fórst í flugslysi á Akureyri í ágúst segir kröfu um rannsókn byggjast á hagsmunum tveggja barna sem Pétur skilur eftir sig.

Vilja rannsókn á Hlíðarfjallsslysinu

Bróðir sjúkraflutningamanns sem fórst er sjúkraflugvél brotlenti á kappakstursbraut á Akureyri í ágúst hyggst krefjast opinberrar rannsóknar á slysinu. Flugstjórinn lést einnig í slysinu en aðstoðarflugmaðurinn, sem varaði hann við því að flogið væri allt




Fleiri fréttir

Sjá meira


×