Innlent

Sparar skattfé og eykur öryggi almennings

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Forstjóri Landhelgisgæslunnar hefur bent á ókosti þess að hafa tvískipt sjúkraflug á Íslandi en Gæslan og Mýflug sinna sjúkraflugi. Heilbrigðisráðherra boðar skýrslu um framtíðarstefnu í sjúkrafluginu. 

Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar hefur bent á það að hafa allt sjúkraflug á einum stað feli í sér hagkvæmni og sparnað fyrir skattgreiðendur og auki öryggi. Ríkisendurskoðun tekur undir þessi sjónarmið í skýrslu.

Sjúklingar sem koma frá Vestmannaeyjum, Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum eru fluttir með flugvélum Mýflugs á grundvelli samnings við Sjúkratryggingar Íslands en Landhelgisgæslan annast annað sjúkraflug.

Til skoðunar hefur verið hvort heppilegra sé að færa þetta allt undir gæsluna. Hefur sú umræða vaknað að nýju eftir umfjöllun um starfshætti Mýflugs í aðdraganda flugslyssins við Hlíðarfjallsveg hinn 5 5. ágúst í fyrra þegar TF-MYX fórst.

Eykur öryggi og sparar skattfé 

Í skýrslu ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi sem kom út í ágúst síðastliðnum er tekið undir þessi sjónarmið en þar segir:

„Helstu rök fyrir því að Landhelgisgæslan taki yfir sjúkraflug eru þau að þannig megi betur nýta mannskap stofnunarinnar, tæki og aðstöðu og auka öryggi landsmanna. Að auki styrkti slíkt fjárhagslegan grundvöll stofnunarinnar og færði allt sjúkraflug á Íslandi á eina hendi í stað tveggja eins og nú.“

Hvað er ríkisendurskoðun að segja? Hún er að segja að það myndi ekki aðeins spara peninga að flytja sjúkraflugið til Gæslunnar, það myndi einnig auka öryggi landsmanna. Skilaboðin eru býsna skýr.

Georg Lárusson var ekki tilbúinn að koma í viðtal á þessum tímapunkti. Afstaða hans er skiljanleg enda er umræða um stöðu sjúkraflugsins mjög viðkvæm í augnablikinu vegna slyssins við Hlíðarfjallsveg.

 „Ef það væri þannig þá væri það æskilegt, en það liggja engar úttektir fyrir hvort það sé framkvæmanlegt eða hversu hagkvæmt það væri. Það væri fínt að fá niðurstöðu af slíkri vinnu áður en maður tæki afstöðu til þess,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra.

Velferðarráðuneytið þarf að bregðast við óvissunni

Í skýrslu ríkisendurskoðunar sem vikið var að framar segir að „langvarandi vangaveltur innan stjórnsýslunnar um breytingar á rekstrarformi sjúkraflugs valdi óvissu sem velferðarráðuneyti þarf að draga úr með framtíðarstefnu í sjúkraflutningum.“

Hvar er þessi stefna? „Hún er í vinnslu og það liggja fyrir tillögur bæði frá árinu 2008 og árinu 2010 um sjúkraflutninga. Á þeim grunni ber okkur að vinna og nýta þá vinnu sem þar er til til þess að móta þessa framtíðarstefnu,“ segir Kristján Þór. 


Tengdar fréttir

Myndband af flugslysinu við Hlíðarfjallsveg

Fréttastofa 365 birtir nú í fyrsta sinn opinberlega myndband sem sýnir þegar TF-MYX sjúkraflugvél Mýflugs brotlendir á akstursíþróttabraut við Hlíðarfjallsveg á Akureyri hinn 5. ágúst 2013. Tveir létust í flugslysinu. Fréttastofan metur það svo að birting myndbandsins eigi erindi við almenning m.a vegna forvarnar- og upplýsingagildis.

Eins og kýrnar á vorin hjá Mýflugi

Menningin meðal starfsmanna Mýflugs virðist vera fremur frjálsleg varðandi flug sem ekki tengist hefðbundnum verkefnum. Framkvæmdastjórinn segir hins vegar starfsumhverfið í besta lagi.

Viðkvæmt en brýnt

Banaslys í flugi er eðli málsins samkvæmt viðkvæmt mál. Það þarf að sýna minningu látinna virðingu og tillitssemi gagnvart aðstandendum. Það má hins vegar ekki koma í veg fyrir að dregið verði rækilega fram í dagsljósið hvað olli hinu skelfilega slysi – til þess að hægt sé að læra af því og koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig.

Segja tvöfalt ofris hafa valdið því að flugmenn misstu stjórn

Flugsérfræðingar segja að vél Mýflugs gæti hafa ofrisið í beygju sem varð til þess að hún brotlenti við Hlíðarfjallsveg. Bróðir sjúkraflutningamannsins sem lést í slysinu segist bera fullt traust til flugmanna vélarinnar, en þeir voru báðir reynslumiklir og virtir flugmenn.

Ísland í dag: Fréttaskýring um flugslysið við Hlíðarfjallsveg

Í meðfylgjandi myndskeiði má nálgast fréttaskýringu sem birtist í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld um flugslysið á akstursíþróttabrautinni við Hlíðarfjallsveg á Akureyri 5. ágúst síðastliðinn. Fjölskylda eins þeirra sem lést í slysinu hefur efasemdir um rannsókn rannsóknarnefndar samgönguslysa og hefur farið fram á lögreglurannsókn á slysinu.

„Beygjan að brautinni var alltof skörp“

Bróðir Péturs Tryggvasonar sem fórst í flugslysi á Akureyri í ágúst segir kröfu um rannsókn byggjast á hagsmunum tveggja barna sem Pétur skilur eftir sig.

Vilja rannsókn á Hlíðarfjallsslysinu

Bróðir sjúkraflutningamanns sem fórst er sjúkraflugvél brotlenti á kappakstursbraut á Akureyri í ágúst hyggst krefjast opinberrar rannsóknar á slysinu. Flugstjórinn lést einnig í slysinu en aðstoðarflugmaðurinn, sem varaði hann við því að flogið væri allt

Viðtal: Takast á við bróðurmissinn

Bræðurnir Mikael og Rolf Tryggvasynir sem misstu bróður sinn Pétur Róbert Tryggvason í flugslysinu við Hlíðarfjallsveg takast nú á við bróðurmissinn.

Ostaflutningar töfðu sjúkraflug

Sjúklingur er sagður hafa þurft að bíða í klukkustund á Egilsstöðum eftir sjúkraflugi á vegum Mýflugs en flugvélin tafðist þar sem verið var að flytja hálft tonn af osti fyrir Bónus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×