Vatnsgeymir á stærð við Írland í jöklinum Svavar Hávarðsson skrifar 24. desember 2013 08:00 Táknmynd bráðnunar á Grænlandi eru ísjakarnir, en fleira kemur til. fréttablaðið/vilhelm Vísindamenn hafa fundið vatnsgeymi undir Grænlandsjökli sem er á stærð við Írland. Enn hafa menn ekki hugmyndir um hvenær allt þetta vatn losnar úr jöklinum eða hvert það mun renna þegar þar að kemur. Magnið er þó slíkt að það mun hafa áhrif á hækkun sjávar þegar til framtíðar er litið. Rannsóknin var birt í tímaritinu Nature Geoscience. Þar er bent á að bráðnun Grænlandsjökuls hefur leikið stórt hlutverk í hækkun sjávarborðs á síðustu 100 árum. Á árabilinu 1992 til 2001 bráðnuðu 34 milljarðar tonna af ís, sem jókst í 215 milljarða tonna á ári á tímabilinu 2002 til 2011. Vorið 2011 boruðu vísindamennirnir djúpt í jökulinn og komust að því, sér til undrunar, að mikið af bráðnu vatni var í jöklinum þrátt fyrir að hitastigið væri fimmtán stiga frost. Þar sem árleg sumarbráðnun var ekki hafin varð vísindamönnunum ljóst að vatnið hafði ekki frosið í vetrarkuldunum. Gróft mat hópsins á því magni vatns sem um er að ræða kemur ekki síður á óvart. Geymirinn sjálfur er um 70.000 ferkílómetrar og heldur um 140 milljörðum tonna af vatni, en Grænland er 2,2 milljónir ferkílómetrar að stærð. Hvert allt þetta vatn fer er önnur spurning sem glímt er við; ef geymirinn er ekki tengdur neinni útrás frá jöklinum nú þegar er ljóst að um tank er að ræða sem á eftir að finna sér útleið. Ljóst er þó að um nýja uppgötvun er að ræða sem rannsaka þarf betur áður en hægt er að meta áhrifin á hækkun sjávarborðs til framtíðar. Talið er að snjór sem fellur síðsumars á svæðinu virki í raun eins og einangrun. Snjómagnið kemur í veg fyrir að frostið á yfirborðinu nái niður í vatnsgeyminn, og þess vegna helst það í fljótandi formi út veturinn. Eins er því slegið fram sem tilgátu að hugsanlega sé jarðhiti þarna undir jöklinum sem veldur bráðnuninni. Í frétt BBC af málinu er tiltekin pæling Joels Harper, vísindamanns við háskólann í Montana, en hann veltir því upp að þetta nýfundna fyrirbæri gæti haft áhrif á hvernig Grænlandsísinn bregst við frekari hlýnun jarðar.Mynd/getty Loftslagsmál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Vísindamenn hafa fundið vatnsgeymi undir Grænlandsjökli sem er á stærð við Írland. Enn hafa menn ekki hugmyndir um hvenær allt þetta vatn losnar úr jöklinum eða hvert það mun renna þegar þar að kemur. Magnið er þó slíkt að það mun hafa áhrif á hækkun sjávar þegar til framtíðar er litið. Rannsóknin var birt í tímaritinu Nature Geoscience. Þar er bent á að bráðnun Grænlandsjökuls hefur leikið stórt hlutverk í hækkun sjávarborðs á síðustu 100 árum. Á árabilinu 1992 til 2001 bráðnuðu 34 milljarðar tonna af ís, sem jókst í 215 milljarða tonna á ári á tímabilinu 2002 til 2011. Vorið 2011 boruðu vísindamennirnir djúpt í jökulinn og komust að því, sér til undrunar, að mikið af bráðnu vatni var í jöklinum þrátt fyrir að hitastigið væri fimmtán stiga frost. Þar sem árleg sumarbráðnun var ekki hafin varð vísindamönnunum ljóst að vatnið hafði ekki frosið í vetrarkuldunum. Gróft mat hópsins á því magni vatns sem um er að ræða kemur ekki síður á óvart. Geymirinn sjálfur er um 70.000 ferkílómetrar og heldur um 140 milljörðum tonna af vatni, en Grænland er 2,2 milljónir ferkílómetrar að stærð. Hvert allt þetta vatn fer er önnur spurning sem glímt er við; ef geymirinn er ekki tengdur neinni útrás frá jöklinum nú þegar er ljóst að um tank er að ræða sem á eftir að finna sér útleið. Ljóst er þó að um nýja uppgötvun er að ræða sem rannsaka þarf betur áður en hægt er að meta áhrifin á hækkun sjávarborðs til framtíðar. Talið er að snjór sem fellur síðsumars á svæðinu virki í raun eins og einangrun. Snjómagnið kemur í veg fyrir að frostið á yfirborðinu nái niður í vatnsgeyminn, og þess vegna helst það í fljótandi formi út veturinn. Eins er því slegið fram sem tilgátu að hugsanlega sé jarðhiti þarna undir jöklinum sem veldur bráðnuninni. Í frétt BBC af málinu er tiltekin pæling Joels Harper, vísindamanns við háskólann í Montana, en hann veltir því upp að þetta nýfundna fyrirbæri gæti haft áhrif á hvernig Grænlandsísinn bregst við frekari hlýnun jarðar.Mynd/getty
Loftslagsmál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira