Flytja tónlist tengda árinu 1913 Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. desember 2013 12:00 Tónlistarkonurnar Þær Hanna Dóra og Steinunn Birna koma fram á tónleikum á morgun sem tilheyra röðinni Klassík í Salnum. Fréttablaðið/Vilhelm „Mig langaði að taka eitthvað eftir Benjamin Britten í tilefni þess að hundrað ár eru frá því að hann fæddist. Ég hef verið aðdáandi hans um langt skeið. Mér finnst stíllinn hans svo frábær því hann er óhræddur við að taka efni beint úr lífinu,“ segir Hanna Dóra Sturludóttir messósópransöngkona sem syngur í Salnum á morgun við undirleik Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur píanóleikara. Þær taka tvo ljóðaflokka eftir Britten sem Hanna Dóra kveðst ekki hafa sungið áður. Annar þeirra er A Charm of Lullabies, vöggusöngvar sem hún segir ólíka innbyrðis, suma mjög ljúfa, aðra með strangari tón og einn sem túlki meiri hörku. Hún kveðst ekki hafa prófað þá á börnum. „En eins og margir foreldrar þekkja er stundum erfitt að vita hvaða brögðum á að beita til að svæfa,“ segir hún glaðlega. Í hinum ljóðaflokknum eru kabarettlög. „Svo fór ég að hugsa hvað ég gæti haft með Britten og hóf að grafast fyrir um íslensk lög sem hægt væri að tengja við þetta ártal. Þá datt ég niður á þrjú sönglög eftir Árna Thorsteinsson sem hann samdi í leikritið Lénharð fógeta eftir Einar H. Kvaran en það var einmitt frumsýnt árið 1913,“ heldur Hanna Dóra áfram og nefnir að síðustu ljóðaflokk á dagskránni eftir spænska tónskáldið Manuel de Falla, frá sama tíma. „Þar sem ég hef verið að syngja Carmen var gaman að halda áfram í spænskum stíl.“ Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Mig langaði að taka eitthvað eftir Benjamin Britten í tilefni þess að hundrað ár eru frá því að hann fæddist. Ég hef verið aðdáandi hans um langt skeið. Mér finnst stíllinn hans svo frábær því hann er óhræddur við að taka efni beint úr lífinu,“ segir Hanna Dóra Sturludóttir messósópransöngkona sem syngur í Salnum á morgun við undirleik Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur píanóleikara. Þær taka tvo ljóðaflokka eftir Britten sem Hanna Dóra kveðst ekki hafa sungið áður. Annar þeirra er A Charm of Lullabies, vöggusöngvar sem hún segir ólíka innbyrðis, suma mjög ljúfa, aðra með strangari tón og einn sem túlki meiri hörku. Hún kveðst ekki hafa prófað þá á börnum. „En eins og margir foreldrar þekkja er stundum erfitt að vita hvaða brögðum á að beita til að svæfa,“ segir hún glaðlega. Í hinum ljóðaflokknum eru kabarettlög. „Svo fór ég að hugsa hvað ég gæti haft með Britten og hóf að grafast fyrir um íslensk lög sem hægt væri að tengja við þetta ártal. Þá datt ég niður á þrjú sönglög eftir Árna Thorsteinsson sem hann samdi í leikritið Lénharð fógeta eftir Einar H. Kvaran en það var einmitt frumsýnt árið 1913,“ heldur Hanna Dóra áfram og nefnir að síðustu ljóðaflokk á dagskránni eftir spænska tónskáldið Manuel de Falla, frá sama tíma. „Þar sem ég hef verið að syngja Carmen var gaman að halda áfram í spænskum stíl.“
Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira