Menning

Frakkar mæra Eddu

Edda Erlendsdóttir píanóleikari
Edda Erlendsdóttir píanóleikari
Geisladiskur Eddu Erlendsdóttur píanóleikara, þar sem hún leikur einleiksverk eftir Schubert, Liszt, Schönberg og Berg, hefur hlotið góðar viðtökur í Frakklandi.



Undanfarið hafa birst dómar um diskinn í þremur virtum tónlistarblöðum og -miðlum og eru gagnrýnendur á einu máli um að leikur Eddu sé firnagóður. „Hún leikur á allt litróf blæbrigða og tilfinninga af mikilli spilagleði. Með djúpri lýrískri tjáningu býður Edda Erlendsdóttir okkur í innblásið ferðalag,“ segir Stéphane Friédérich í hausthefti Pianiste og gagnrýnendur ResMusica og Cadences taka í sama streng. „[Í] senn viðkvæm og ljóðræn túlkun þar sem frásagnargleði og næm stíltilfinning skín í gegnum hverja nótu og myndar um leið sannfærandi heild. Þetta er frábær diskur,“ segir Michel le Naour í októberútgáfu Cadences og Jean Luc Caron sagði í ResMusica í ágúst: „Þetta er einstaklega fallegt prógramm sem höfðar til breiðs áheyrendahóps.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.