Smákökur úr íslensku súkkulaði Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 26. nóvember 2013 12:00 Kjartan Gíslason matreiðslumaður. MYND/VALLI Kjartan Gíslason matreiðslumaður stendur að hinu glænýja Omnom-súkkulaði ásamt Karli Viggó Karlssyni konditorimeistara, Óskari Þórðarsyni og André Úlfi Visage. Kjartan setti saman uppskrift að ilmandi jólasmákökum úr hvítu súkkulaði en Dirty Blonde frá Omnom er eina hvíta súkkulaðið sem framleitt er á Íslandi. Kremið á milli laga er úr Madagascar-súkkulaði frá Omnom. Smákökur með Dirty Blonde, nibbum, anísfræjum og dökku súkkulaðikremi 300 g ósaltað smjör, við stofuhita 240 g hrásykur 100 g púðursykur 2 stk. vanillustangir eða 1 tsk. vanilludropar 290 g hveiti 60 g haframjöl 1 tsk. lyftiduft 200 g Dirty Blonde frá Omnom, saxað Til að rúlla upp úr Fínt rifinn börkur af 2 appelsínum 3 msk. anísfræ 3 msk. kakónibbur Aðferð Blandið öllu saman í skál. Hitið ofninn í 170°C. Þeytið saman smjör og sykur í hrærivél þar til ljóst og létt. Bætið við fræjum úr vanillustöngum eða vanilludropum. Bætið við hveiti, lyftidufti og haframjöli og látið rétt svo blandast við. Setjið súkkulaðið út í og blandið þar til það er orðið jafnt í deiginu. Rúllið út í þykka pylsu og pakkið í plastfilmu og kælið í a.m.k. klst. Takið deigið úr plastfilmunni og veltið upp úr appelsínuberki, anísfræjum og kakónibbum. Skerið í 1 cm þykkar sneiðar og setjið á bökunarplötu með pappír. Bakið við 170°C í 8-12 mín. Kælið og sprautið kremi á milli. Þeytt Madagascar 66% súkkulaðikrem 500 g rjómi 160 g Madagascar 66% frá Omnom 4 g matarlím Aðferð Leggið matarlím í kalt vatn, hitið mjólk að suðu, setjið matarlímið út í og hellið yfir súkkulaðið og blandið vel saman með töfrasprota. Kælið vel (5 tíma). Þeytið og sprautið á smákökuna og lokið með annarri. Jólamatur Smákökur Uppskriftir Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Innbökuð nautalund á hátíðarborðið Jólin Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Svona gerirðu graflax Jól Borða með góðri samvisku Jól Jóla-aspassúpa Jól Rafræn jólakort Jólin Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól
Kjartan Gíslason matreiðslumaður stendur að hinu glænýja Omnom-súkkulaði ásamt Karli Viggó Karlssyni konditorimeistara, Óskari Þórðarsyni og André Úlfi Visage. Kjartan setti saman uppskrift að ilmandi jólasmákökum úr hvítu súkkulaði en Dirty Blonde frá Omnom er eina hvíta súkkulaðið sem framleitt er á Íslandi. Kremið á milli laga er úr Madagascar-súkkulaði frá Omnom. Smákökur með Dirty Blonde, nibbum, anísfræjum og dökku súkkulaðikremi 300 g ósaltað smjör, við stofuhita 240 g hrásykur 100 g púðursykur 2 stk. vanillustangir eða 1 tsk. vanilludropar 290 g hveiti 60 g haframjöl 1 tsk. lyftiduft 200 g Dirty Blonde frá Omnom, saxað Til að rúlla upp úr Fínt rifinn börkur af 2 appelsínum 3 msk. anísfræ 3 msk. kakónibbur Aðferð Blandið öllu saman í skál. Hitið ofninn í 170°C. Þeytið saman smjör og sykur í hrærivél þar til ljóst og létt. Bætið við fræjum úr vanillustöngum eða vanilludropum. Bætið við hveiti, lyftidufti og haframjöli og látið rétt svo blandast við. Setjið súkkulaðið út í og blandið þar til það er orðið jafnt í deiginu. Rúllið út í þykka pylsu og pakkið í plastfilmu og kælið í a.m.k. klst. Takið deigið úr plastfilmunni og veltið upp úr appelsínuberki, anísfræjum og kakónibbum. Skerið í 1 cm þykkar sneiðar og setjið á bökunarplötu með pappír. Bakið við 170°C í 8-12 mín. Kælið og sprautið kremi á milli. Þeytt Madagascar 66% súkkulaðikrem 500 g rjómi 160 g Madagascar 66% frá Omnom 4 g matarlím Aðferð Leggið matarlím í kalt vatn, hitið mjólk að suðu, setjið matarlímið út í og hellið yfir súkkulaðið og blandið vel saman með töfrasprota. Kælið vel (5 tíma). Þeytið og sprautið á smákökuna og lokið með annarri.
Jólamatur Smákökur Uppskriftir Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Innbökuð nautalund á hátíðarborðið Jólin Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Svona gerirðu graflax Jól Borða með góðri samvisku Jól Jóla-aspassúpa Jól Rafræn jólakort Jólin Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól