Þegar ógnarjafnvægið raskaðist Illugi Jökulsson skrifar 23. nóvember 2013 16:00 Illugi Jökulsson Illugi Jökulsson-Flækjusaga Það er ekki gott að segja hvernig maður velur sér þau tímabil í sögunni sem maður gerir svo að sínum sérstöku áhugamálum. Ég lenti snemma í Rómaveldi hinu forna og undi þar síðan lengi, en ég man ekki fyrir mitt litla líf hvers vegna. Jú, ég var bara táningsstrákur þá og segir ekki klisjan að táningsstrákar hafi áhuga á orrustum og hasar, ég hef gengið glaður inn í þá klisju og ekki vantaði svo sem hasarinn í sögu Rómaveldis, né orrusturnar, drottinn minn dýri, þetta voru eintómar orrustur! Og öngvir “bændur sem flugust á” – ónei, heldur glæstir herforingjar sem sitjandi á stríðsfákum stefndu tugþúsundum þrautþjálfaðra hermanna sinna til bardaga, gráir fyrir járnum, heróp rekin upp, blikar á gljáfægð sverð, hvinur í hárbeittum örvum í loftinu, mannhafið æðir fram, barist til síðasta manns – svoleiðis eitthvað. Í þá daga leiddi ég ekki svo mjög hugann að því hvaða andskotans rétt herforingjarnir höfðu til að hætta lífi dáta sinna, oftast af heldur fáfengilegum hégómlegum ástæðum, valdagræðgi, peningagræðgi, heiðursgræðgi … sem sagt aðallega græðgi. En táningsstrákurinn taldi einhvern veginn sjálfsagt að heyja allar þessar orrustur og taldi það heldur ljóð á ráði herforingjanna ef þeir hikuðu við að halda skemmtilegan slag. Svo þroskast maður eitthvað og hættir að telja allt þetta blóðbað eðlilegan hlut, en eftir stendur að saga Rómar er samt sem áður svo sneisafull af dramatík og merkilegum viðburðum á alla kanta, að ég fæ enn ekki hamið mig ef ég rekst í bókabúð á girnilega bók um Rómarsögu, þá verð ég að skoða hana. En þangað til fyrir ekkert mjög mörgum árum, þá lét ég alltaf numið við ártalið 476, þegar stráklingurinn Rómúlus Ágústúlus var hrakinn úr embætti keisara í Ravenna og vestari hluti Rómaveldis var þar með endanlega fallinn í hendur “villimanna” – þótt raunar sé sú saga miklu miklu flóknari en það. En í austri lifði áfram svokallað Rómaveldi, austurrómverska ríkið, oftast kallað Býsans af sagnfræðingum nútímans – höfuðborgin Konstantínópel eða Mikligarður í munni norrænna manna seinnameir. Og sú saga vakti aldrei neinn áhuga hjá mér, hún var eins og eftirþanki við hina raunverulegu sögu Rómaveldis, Býsansríkið lítið annað en blindgata þar sem púðraðar pempíur fóru um í gullskikkjum og þrefuðu um innantóma guðfræði til að drepast ekki alveg úr leiðindum – örlögin, dramatíkin, hinn mikli sláttur sögunnar víðs fjarri. Eða þetta hélt ég.Gráðugir keisarar og kóngar Hin síðari ár hef ég svo skipt um skoðun. Ef einhvers staðar er dramatík í sögu Rómaveldis, þá er það í sögu Býsansveldisins. Og hvergi er sú dramatík dýpri en í hinni mögnuðu sögu um Heraklíus. Keisarann sem virtist ætla að tapa öllu ríki sínu en tókst með ofurmannlegu átaki að vinna það aftur. Bara til að tapa því svo öðru sinni. Í byrjun 7. aldar virtist Býsansríkið standa föstum fótum. Það réði stórum svæðum á Ítalíu, mestallri Norður-Afríku, Egiftalandi, Sýrlandi og Palestínu, Litlu-Asíu (seinna Tyrklandi) og mestum hluta Balkanskaga. Nokkurn veginn yfir landamæri Sýrlands og Íraks ná dögum horfðist Býsansríkið í augu við annað fornt og glæsilegt stórveldi, Persíu sem réðu hinir svonefndu Sassanídar. Í 400 ár höfðu landamærin legið nokkurn veginn þarna, stundum ríkti friður áratugum saman, en stundum fór einhver gráðugur Býsanskeisari eða Persakóngur í stríð og þá var barist, stundum líka í áratugi, en yfirleitt gerðist fátt í raun og veru, ríkin voru svo jafnsterk og tóku ekki óþarfa áhættu, þetta jafnvægi virtist geta ríkt í mörg hundruð ár enn, og svei mér þá, kannski væri það jafnvel enn við lýði, og Persaveldi og Býsansríkið stæðu ennþá hvort andspænis öðru í Miðausturlöndum, ef ekki hefði nokkuð óvænt gerst.Reiddist föðurmissinum Árið 602 var Býsanskeisara steypt af stóli. Það gerðist nú alltaf öðru hvoru. Þessi hét Mauricíus og var dugmikill herforingi en alltof strangur við dáta sína á Balkanskaga, svo þeir gerðu uppreisn, drápu keisarann og settu einn úr sínum röðum í stað hans. Sá hét Phocas og var óhæfur til flestra verka. Í Ktesifón höfuðborg Persaveldi vildi stórkonungurinn Khosrá II brúnum við þessar fregnir. Hann hafði þurft að berjast til valda í ríki sínu áratug fyrr, og leitaði þá hjálpar hjá Mauricíusi Býsanskeisara. Sú hjálp var fúslega veitt og meðan þeir ríktu báðir, Khosrá og Mauricíus, var einkar friðsamlegt millum stórveldanna. Raunar kvaðst Khosrá líta á Býsanskeisara sem föður sinn, hvorki meira né minna. Nú þegar Phocas hafði látið drepa Mauricíus reiddist Khosrá föðurmissinum, nema hann hafi bara litið á þennan atburð sem kærkomið tækifæri til að græða svolítið á kostnað Býsansmanna, altént hóf hann stríð gegn Býsansríki. „Ætli þú verðir nokkru skárri?“ Nú, undir öllum venjulegum kringumstæðum hefði það ekki þýtt neitt sérstakt, jú, slatti af óbreyttum alþýðustrákum hefðu týnt lífi, annað stórveldið hefði farið rænandi og ruplandi um landamærahéruð hins, en svo hefði að endingu verið saminn friður, ógnarjafnvægið komist á aftur og stórveldin haldið áfram að horfast í augu. En í þetta sinn fór allt úrskeiðis hjá Býsansmönnum. Það var ekki logið upp á Phocas: á nokkrum árum fóru Býsansmenn mjög halloka fyrir Persum, á Balkanskaga hrundu varnir gegn “villimönnum” eins og Slövum og Avörum. Það var allt í volli og innanlands líka. Árið 610 ruddist armenskættaður herforingi Býsansmanna til Konstantínópel og hrakti keisarann frá, enda allt upp í loft í ríkinu, Heraklíus hét hann þessi herforingi og var hálffertugur eða þar um bil, það hafði ekki farið miklum sögum af honum áður, en nú lét hann draga hinn fallna Phocas fyrir sig, og öskraði á hann: “Svo það er svona sem þú hefur stjórnað ríkinu, ræfillinn þinn?!” “Ætli þú verðir nokkuð skárri?” hvæsti Phocas, og þá reiddist Heraklíus svo mjög að hann réðist að fyrirrennara sínum og drap hann eigin hendi. Og eru fá dæmi um það í sögunni að einn keisari komist til valda með því að bana sjálfur þeim sem fyrir var, yfirleitt létu valdaræningjar aðra sjá um slíkt fyrir sig. En Heraklíus vílaði sem sagt ekki fyrir sér að sjá um það sjálfur. Fyrstu ár Heraklíusar í embætti keisara virtust hins vegar ekki benda til þess að hann hefði sérstakt bein í nefinu. Hersveitir hans snerust sveitum Khosrás Persakóngs engan veginn snúning, það bætti ekki úr skák þegar Gyðingar í ríki Heraklíusar gerðu uppreisn gegn honum og hjálpuðu Persum að leggja undir sig fyrst Sýrland og svo Palestínu, Persar tóku Jerúsalem árið 614 og fluttu þaðan burt hinn allra helgasta grip sem Býsansmenn áttu eða töldu sig eiga – sem sé krossinn sem Jesú hafði verið negldur á. Þá var nefnilega hafin sú mikla dýrkun á “helgum dómum” sem síðar varð alræmd í kristindómnum og endaði til dæmis með því að fjölmargar kristnar lýstu því hróðugar yfir að þær ættu í sínum fórum forhúð Krists – og svo kom fólk hvaðanæva að góna á örlítinn morkinn húðflipa – og báðu jafnvel bænir til þessa fyrirbæris. Með því að hrifsa burt “krossinn sanna” var Býsansríkinu greitt ægilegt sálrænt högg, enda var fólk þar með trú sína beinlínis á heilanum. En ekki dugði áfallið að sinni til þess að Heraklíus tæki á sig rögg, hann virtist alveg heillum horfinn, á Balkanskaga fóru Býsansmenn líka hrakfarir, og Egiftaland féll í hendur Persa um 618, allt var að hruni komið, persneskur her var kominn nærri því að borgarmúrum Konstantínópel, og ætli Phocas hafi ekki hlegið í gröf sinni? Heraklíus virtist nú jafnvel enn meiri ræfill en hann, og hugsaði um fátt annað en systurdóttur sína kornunga, sem hann hafði gengið að eiga, kristilegum borgarbúum til hryllings, sem kunnu ekki að meta slík sifjaspell, en Heraklíus kærði sig kolláttan og fór að hlaða niður með Martínu frænku sinni þeirri halarófu af vansköpuðum börnum.Allt breyttist Ríkið, sem aðeins tuttugu árum áður virtist traustlegra en nokkru sinni fyrr, var um 620 komið að fótum fram, Heraklíus íhugaði að yfirgefa höfuðborgina og leggja á flótta, Khosrá beið bara eftir fullnaðarsigri. En þá … þá var eins og Heraklíus yrði skyndilega nýr maður og allt breyttist í einu vetfangi. Það eru dramatískar sviptingar eins og þær sem nú fóru í hönd sem valda því að piltkornið sem fyrr á árum taldi Býsanssögu lítt merkilega situr nú á efri árum og les allt um þetta áfergjulega, gapandi yfir örlögunum. Og þótt það standi nú ekki til að hafa framhaldsgreinar í Flækjusögum, þá verður svo að vera í þetta sinn. Fylgist með eftir viku þegar Heraklíus rís upp úr sinni dýpstu niðurlægingu, þegar Khosrá II er drepinn samkvæmt skipunum úr óvæntri átt, og þegar bæði stórveldin eru gersigruð af nýju og fram að þessu forsmáðu afli … Flækjusaga Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Það er ekki gott að segja hvernig maður velur sér þau tímabil í sögunni sem maður gerir svo að sínum sérstöku áhugamálum. Ég lenti snemma í Rómaveldi hinu forna og undi þar síðan lengi, en ég man ekki fyrir mitt litla líf hvers vegna. Jú, ég var bara táningsstrákur þá og segir ekki klisjan að táningsstrákar hafi áhuga á orrustum og hasar, ég hef gengið glaður inn í þá klisju og ekki vantaði svo sem hasarinn í sögu Rómaveldis, né orrusturnar, drottinn minn dýri, þetta voru eintómar orrustur! Og öngvir “bændur sem flugust á” – ónei, heldur glæstir herforingjar sem sitjandi á stríðsfákum stefndu tugþúsundum þrautþjálfaðra hermanna sinna til bardaga, gráir fyrir járnum, heróp rekin upp, blikar á gljáfægð sverð, hvinur í hárbeittum örvum í loftinu, mannhafið æðir fram, barist til síðasta manns – svoleiðis eitthvað. Í þá daga leiddi ég ekki svo mjög hugann að því hvaða andskotans rétt herforingjarnir höfðu til að hætta lífi dáta sinna, oftast af heldur fáfengilegum hégómlegum ástæðum, valdagræðgi, peningagræðgi, heiðursgræðgi … sem sagt aðallega græðgi. En táningsstrákurinn taldi einhvern veginn sjálfsagt að heyja allar þessar orrustur og taldi það heldur ljóð á ráði herforingjanna ef þeir hikuðu við að halda skemmtilegan slag. Svo þroskast maður eitthvað og hættir að telja allt þetta blóðbað eðlilegan hlut, en eftir stendur að saga Rómar er samt sem áður svo sneisafull af dramatík og merkilegum viðburðum á alla kanta, að ég fæ enn ekki hamið mig ef ég rekst í bókabúð á girnilega bók um Rómarsögu, þá verð ég að skoða hana. En þangað til fyrir ekkert mjög mörgum árum, þá lét ég alltaf numið við ártalið 476, þegar stráklingurinn Rómúlus Ágústúlus var hrakinn úr embætti keisara í Ravenna og vestari hluti Rómaveldis var þar með endanlega fallinn í hendur “villimanna” – þótt raunar sé sú saga miklu miklu flóknari en það. En í austri lifði áfram svokallað Rómaveldi, austurrómverska ríkið, oftast kallað Býsans af sagnfræðingum nútímans – höfuðborgin Konstantínópel eða Mikligarður í munni norrænna manna seinnameir. Og sú saga vakti aldrei neinn áhuga hjá mér, hún var eins og eftirþanki við hina raunverulegu sögu Rómaveldis, Býsansríkið lítið annað en blindgata þar sem púðraðar pempíur fóru um í gullskikkjum og þrefuðu um innantóma guðfræði til að drepast ekki alveg úr leiðindum – örlögin, dramatíkin, hinn mikli sláttur sögunnar víðs fjarri. Eða þetta hélt ég.Gráðugir keisarar og kóngar Hin síðari ár hef ég svo skipt um skoðun. Ef einhvers staðar er dramatík í sögu Rómaveldis, þá er það í sögu Býsansveldisins. Og hvergi er sú dramatík dýpri en í hinni mögnuðu sögu um Heraklíus. Keisarann sem virtist ætla að tapa öllu ríki sínu en tókst með ofurmannlegu átaki að vinna það aftur. Bara til að tapa því svo öðru sinni. Í byrjun 7. aldar virtist Býsansríkið standa föstum fótum. Það réði stórum svæðum á Ítalíu, mestallri Norður-Afríku, Egiftalandi, Sýrlandi og Palestínu, Litlu-Asíu (seinna Tyrklandi) og mestum hluta Balkanskaga. Nokkurn veginn yfir landamæri Sýrlands og Íraks ná dögum horfðist Býsansríkið í augu við annað fornt og glæsilegt stórveldi, Persíu sem réðu hinir svonefndu Sassanídar. Í 400 ár höfðu landamærin legið nokkurn veginn þarna, stundum ríkti friður áratugum saman, en stundum fór einhver gráðugur Býsanskeisari eða Persakóngur í stríð og þá var barist, stundum líka í áratugi, en yfirleitt gerðist fátt í raun og veru, ríkin voru svo jafnsterk og tóku ekki óþarfa áhættu, þetta jafnvægi virtist geta ríkt í mörg hundruð ár enn, og svei mér þá, kannski væri það jafnvel enn við lýði, og Persaveldi og Býsansríkið stæðu ennþá hvort andspænis öðru í Miðausturlöndum, ef ekki hefði nokkuð óvænt gerst.Reiddist föðurmissinum Árið 602 var Býsanskeisara steypt af stóli. Það gerðist nú alltaf öðru hvoru. Þessi hét Mauricíus og var dugmikill herforingi en alltof strangur við dáta sína á Balkanskaga, svo þeir gerðu uppreisn, drápu keisarann og settu einn úr sínum röðum í stað hans. Sá hét Phocas og var óhæfur til flestra verka. Í Ktesifón höfuðborg Persaveldi vildi stórkonungurinn Khosrá II brúnum við þessar fregnir. Hann hafði þurft að berjast til valda í ríki sínu áratug fyrr, og leitaði þá hjálpar hjá Mauricíusi Býsanskeisara. Sú hjálp var fúslega veitt og meðan þeir ríktu báðir, Khosrá og Mauricíus, var einkar friðsamlegt millum stórveldanna. Raunar kvaðst Khosrá líta á Býsanskeisara sem föður sinn, hvorki meira né minna. Nú þegar Phocas hafði látið drepa Mauricíus reiddist Khosrá föðurmissinum, nema hann hafi bara litið á þennan atburð sem kærkomið tækifæri til að græða svolítið á kostnað Býsansmanna, altént hóf hann stríð gegn Býsansríki. „Ætli þú verðir nokkru skárri?“ Nú, undir öllum venjulegum kringumstæðum hefði það ekki þýtt neitt sérstakt, jú, slatti af óbreyttum alþýðustrákum hefðu týnt lífi, annað stórveldið hefði farið rænandi og ruplandi um landamærahéruð hins, en svo hefði að endingu verið saminn friður, ógnarjafnvægið komist á aftur og stórveldin haldið áfram að horfast í augu. En í þetta sinn fór allt úrskeiðis hjá Býsansmönnum. Það var ekki logið upp á Phocas: á nokkrum árum fóru Býsansmenn mjög halloka fyrir Persum, á Balkanskaga hrundu varnir gegn “villimönnum” eins og Slövum og Avörum. Það var allt í volli og innanlands líka. Árið 610 ruddist armenskættaður herforingi Býsansmanna til Konstantínópel og hrakti keisarann frá, enda allt upp í loft í ríkinu, Heraklíus hét hann þessi herforingi og var hálffertugur eða þar um bil, það hafði ekki farið miklum sögum af honum áður, en nú lét hann draga hinn fallna Phocas fyrir sig, og öskraði á hann: “Svo það er svona sem þú hefur stjórnað ríkinu, ræfillinn þinn?!” “Ætli þú verðir nokkuð skárri?” hvæsti Phocas, og þá reiddist Heraklíus svo mjög að hann réðist að fyrirrennara sínum og drap hann eigin hendi. Og eru fá dæmi um það í sögunni að einn keisari komist til valda með því að bana sjálfur þeim sem fyrir var, yfirleitt létu valdaræningjar aðra sjá um slíkt fyrir sig. En Heraklíus vílaði sem sagt ekki fyrir sér að sjá um það sjálfur. Fyrstu ár Heraklíusar í embætti keisara virtust hins vegar ekki benda til þess að hann hefði sérstakt bein í nefinu. Hersveitir hans snerust sveitum Khosrás Persakóngs engan veginn snúning, það bætti ekki úr skák þegar Gyðingar í ríki Heraklíusar gerðu uppreisn gegn honum og hjálpuðu Persum að leggja undir sig fyrst Sýrland og svo Palestínu, Persar tóku Jerúsalem árið 614 og fluttu þaðan burt hinn allra helgasta grip sem Býsansmenn áttu eða töldu sig eiga – sem sé krossinn sem Jesú hafði verið negldur á. Þá var nefnilega hafin sú mikla dýrkun á “helgum dómum” sem síðar varð alræmd í kristindómnum og endaði til dæmis með því að fjölmargar kristnar lýstu því hróðugar yfir að þær ættu í sínum fórum forhúð Krists – og svo kom fólk hvaðanæva að góna á örlítinn morkinn húðflipa – og báðu jafnvel bænir til þessa fyrirbæris. Með því að hrifsa burt “krossinn sanna” var Býsansríkinu greitt ægilegt sálrænt högg, enda var fólk þar með trú sína beinlínis á heilanum. En ekki dugði áfallið að sinni til þess að Heraklíus tæki á sig rögg, hann virtist alveg heillum horfinn, á Balkanskaga fóru Býsansmenn líka hrakfarir, og Egiftaland féll í hendur Persa um 618, allt var að hruni komið, persneskur her var kominn nærri því að borgarmúrum Konstantínópel, og ætli Phocas hafi ekki hlegið í gröf sinni? Heraklíus virtist nú jafnvel enn meiri ræfill en hann, og hugsaði um fátt annað en systurdóttur sína kornunga, sem hann hafði gengið að eiga, kristilegum borgarbúum til hryllings, sem kunnu ekki að meta slík sifjaspell, en Heraklíus kærði sig kolláttan og fór að hlaða niður með Martínu frænku sinni þeirri halarófu af vansköpuðum börnum.Allt breyttist Ríkið, sem aðeins tuttugu árum áður virtist traustlegra en nokkru sinni fyrr, var um 620 komið að fótum fram, Heraklíus íhugaði að yfirgefa höfuðborgina og leggja á flótta, Khosrá beið bara eftir fullnaðarsigri. En þá … þá var eins og Heraklíus yrði skyndilega nýr maður og allt breyttist í einu vetfangi. Það eru dramatískar sviptingar eins og þær sem nú fóru í hönd sem valda því að piltkornið sem fyrr á árum taldi Býsanssögu lítt merkilega situr nú á efri árum og les allt um þetta áfergjulega, gapandi yfir örlögunum. Og þótt það standi nú ekki til að hafa framhaldsgreinar í Flækjusögum, þá verður svo að vera í þetta sinn. Fylgist með eftir viku þegar Heraklíus rís upp úr sinni dýpstu niðurlægingu, þegar Khosrá II er drepinn samkvæmt skipunum úr óvæntri átt, og þegar bæði stórveldin eru gersigruð af nýju og fram að þessu forsmáðu afli …
Flækjusaga Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira