Hernaðaríhlutanir á leið út af kortinu Brjánn Jónasson skrifar 21. nóvember 2013 06:15 Borgarastyrjöld hefur geysað í Sýrlandi í rúmlega tvö ár ár án þess að alþjóðasamfélagið hafi brugðist við. Nordicphotos/AFP Eftir misheppnaða hernaðaríhlutun Bandaríkjanna og bandalagsríkja í Íran og Afganistan er ólíklegt að gripið verði til svo stórfelldra hernaðaríhlutana í framtíðinni, segir Andrew Cottey, deildarforseti stjórnmálafræðideildar Háskólans í Cork á Írlandi. Það þýðir að ríki heims eru líklegri til að forðast misheppnaðar innrásir á borð við innrásirnar í Írak, Afganistan og Víetnam. Á móti kemur að alþjóðasamfélagið er líklegra til að halda að sér höndunum þó þjóðarmorð á borð við það sem átti sér stað í Rúanda eigi sér stað fyrir allra augum. Í fyrirlestri Cottey í Norræna húsinu í gær sagði hann tíunda áratug síðustu aldar hafa einkennst af þeirri stefnu alþjóðasamfélagsins að reyna að stöðva átök í ríkjum á borð við Sómalíu, Haítí, Bosníu, Kósóvó og Austur-Timor.Andrew CotteyÍ kjölfar árásarinnar á tvíburaturnana 11. september 2001 hafi Bandaríkin lagt í umfangsmeiri hernaðaraðgerðir sem hafi leitt af sér tilraunir til að byggja upp ríki með vopnavaldi. Þær tilraunir hafi mistekist, og kostað bæði mörg mannslíf og óhemju mikið fé. Hann sagði þó loftárásir Bandaríkjanna, Breta, Frakka og Kanadamanna á Líbíu árið 2011 stílbrot á þessari þróun. Það skýrist af því að Líbíustjórn hafi verið alræmd, loftvarnir landsins lélegar og mikill þrýstingur á Vesturveldin að styðja við bakið á þeim sem boðuðu arabískt vor í Norður-Afríku. Ef innrásirnar í Írak og Afganistan eru öfgarnar í eina áttina eru öfgarnar í hina áttina alger skortur á hernaðaríhlutun í borgarastyrjöldina í Sýrlandi. Þar hafa yfir hundruð þúsund látið lífið í borgarastyrjöld og milljónir hrakist á flótta án þess að alþjóðasamfélagið hafi reynt að skakka í leikinn með vopnavaldi. Ólíklegt er að önnur ríki taki upp þráðinn ef Bandaríkin og bandalagsríki þeirra hætta hernaðaríhlutunum að mestu, segir Cottey. Ríki á borð við Kína, Indland og Brasilíu hafi sýnt að þau fari mjög varlega í að beita önnur ríki hervaldi. Cottey telur líklegt að vilji ríki heims bregðast með einhverjum hætti við ástandi sem upp kunni að koma verði það gert á minni skala en hingað til. Mögulega verði íhlutanir í Sómalíu og Kongó fyrirmynd, en enn sé ekki komið í ljós hver raunvörulegur ávinningur í þeim ríkjum verði. Tímor-Leste Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Eftir misheppnaða hernaðaríhlutun Bandaríkjanna og bandalagsríkja í Íran og Afganistan er ólíklegt að gripið verði til svo stórfelldra hernaðaríhlutana í framtíðinni, segir Andrew Cottey, deildarforseti stjórnmálafræðideildar Háskólans í Cork á Írlandi. Það þýðir að ríki heims eru líklegri til að forðast misheppnaðar innrásir á borð við innrásirnar í Írak, Afganistan og Víetnam. Á móti kemur að alþjóðasamfélagið er líklegra til að halda að sér höndunum þó þjóðarmorð á borð við það sem átti sér stað í Rúanda eigi sér stað fyrir allra augum. Í fyrirlestri Cottey í Norræna húsinu í gær sagði hann tíunda áratug síðustu aldar hafa einkennst af þeirri stefnu alþjóðasamfélagsins að reyna að stöðva átök í ríkjum á borð við Sómalíu, Haítí, Bosníu, Kósóvó og Austur-Timor.Andrew CotteyÍ kjölfar árásarinnar á tvíburaturnana 11. september 2001 hafi Bandaríkin lagt í umfangsmeiri hernaðaraðgerðir sem hafi leitt af sér tilraunir til að byggja upp ríki með vopnavaldi. Þær tilraunir hafi mistekist, og kostað bæði mörg mannslíf og óhemju mikið fé. Hann sagði þó loftárásir Bandaríkjanna, Breta, Frakka og Kanadamanna á Líbíu árið 2011 stílbrot á þessari þróun. Það skýrist af því að Líbíustjórn hafi verið alræmd, loftvarnir landsins lélegar og mikill þrýstingur á Vesturveldin að styðja við bakið á þeim sem boðuðu arabískt vor í Norður-Afríku. Ef innrásirnar í Írak og Afganistan eru öfgarnar í eina áttina eru öfgarnar í hina áttina alger skortur á hernaðaríhlutun í borgarastyrjöldina í Sýrlandi. Þar hafa yfir hundruð þúsund látið lífið í borgarastyrjöld og milljónir hrakist á flótta án þess að alþjóðasamfélagið hafi reynt að skakka í leikinn með vopnavaldi. Ólíklegt er að önnur ríki taki upp þráðinn ef Bandaríkin og bandalagsríki þeirra hætta hernaðaríhlutunum að mestu, segir Cottey. Ríki á borð við Kína, Indland og Brasilíu hafi sýnt að þau fari mjög varlega í að beita önnur ríki hervaldi. Cottey telur líklegt að vilji ríki heims bregðast með einhverjum hætti við ástandi sem upp kunni að koma verði það gert á minni skala en hingað til. Mögulega verði íhlutanir í Sómalíu og Kongó fyrirmynd, en enn sé ekki komið í ljós hver raunvörulegur ávinningur í þeim ríkjum verði.
Tímor-Leste Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira