Glæpasögur leggja Reykjavík undir sig Friðrika Benónýsdótir skrifar 21. nóvember 2013 11:00 "Það kom í ljós að við áttum okkur öll þann draum að efna til glæpasagnahátíðar á Íslandi,“ segir Ragnar Jónasson. Fréttablaðið/Stefán Iceland Noir, fyrsta alþjóðlega glæpasagnahátíðin sem haldin er hérlendis, hefst í kvöld. Þar kemur fram fjöldi höfunda og hugsuða og fjallað verður um glæpasögur frá morgni til kvölds fram á sunnudag. „Ég, Yrsa Sigurðardóttir og breski höfundurinn Quentin Bates höfum verið að hittast á glæpasagnaráðstefnum í Bretlandi og það kom í ljós að við áttum okkur öll þann draum að efna til glæpasagnahátíðar á Íslandi,“ útskýrir Ragnar Jónasson rithöfundur spurður hver tildrögin að hátíðinni séu. „Þannig að við ákváðum bara að slá til og prófa að setja upp okkar eigin hátíð.“ Ragnar segir upphaflega hafa verið meininguna að þetta yrði lítil og fámenn hátíð en áhuginn hafi farið fram úr björtustu vonum og nú er listinn yfir þátttakendur bæði langur og tilkomumikill. Heiðursgestur hátíðarinnar er Arnaldur Indriðason og meðal þátttakenda eru Ann Cleeves, Jörn Lier Horst, Michael Ridpath, William Ryan, Zoë Sharp, James Oswald og fleiri og fleiri, en alls eru erlendir þátttakendur í hátíðinni nítján talsins, auk fjölmargra íslenskra glæpasagnahöfunda. Hátíðin hefur þegar vakið mikla athygli erlendis og breska blaðið The Guardian tilnefndi hana meðal bestu glæpasagnahátíða heims á dögunum, þrátt fyrir að hún hafi aldrei verið haldin fyrr. „Það er bara svona þegar eitthvað tengist Íslandi,“ segir Ragnar. „Það vekur alltaf svo óskaplegan áhuga og forvitni.“ Aðaldagskrá hátíðarinnar er í Norræna húsinu á laugardaginn, þar sem verða pallborðsumræður og viðtöl við höfunda frá morgni til kvölds. Nánast uppselt er á þann hluta hátíðarinnar en áhugasamir þurfa þó ekki að örvænta því í kvöld er hið árlega glæpakvöld Hins íslenska glæpafélags þar sem meðal annars verður sýndur þáttur úr nýrri seríu sem gerð er eftir bókum Ann Cleeves, lesið upp úr nýjum íslenskum glæpasögum og rætt við Norðmanninn Jörn Lier Horst, handhafa Glerlykilsins 2013. Á morgun er boðið upp á glæpagöngu í fótspor Erlendar úr sögum Arnaldar Indriðasonar auk þess sem írski höfundurinn William Ryan býður áhugasömum upp á að taka þátt í ritsmiðju um glæpasagnaskrif. „Þegar við sáum hvað það var mikil aðsókn að dagskránni á laugardaginn ákváðum við að bæta við einum opnum atburði á sunnudagskvöldið,“ segir Ragnar. „Þar munu höfundar lesa úr verkum sínum, spjalla við áhorfendur og segja frá sjálfum sér. Það þarf enga forskráningu á þá dagskrá þannig að við vonum að sem flestir komi og njóti þessa með okkur.“ Glæpakvöldið í kvöld er á Blast Reykjavík við Hverfisgötu, en önnur dagskrá fer fram í Norræna húsinu og geta áhugasamir kynnt sér hana á heimasíðu hátíðarinnar, icelandnoir.com. Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Iceland Noir, fyrsta alþjóðlega glæpasagnahátíðin sem haldin er hérlendis, hefst í kvöld. Þar kemur fram fjöldi höfunda og hugsuða og fjallað verður um glæpasögur frá morgni til kvölds fram á sunnudag. „Ég, Yrsa Sigurðardóttir og breski höfundurinn Quentin Bates höfum verið að hittast á glæpasagnaráðstefnum í Bretlandi og það kom í ljós að við áttum okkur öll þann draum að efna til glæpasagnahátíðar á Íslandi,“ útskýrir Ragnar Jónasson rithöfundur spurður hver tildrögin að hátíðinni séu. „Þannig að við ákváðum bara að slá til og prófa að setja upp okkar eigin hátíð.“ Ragnar segir upphaflega hafa verið meininguna að þetta yrði lítil og fámenn hátíð en áhuginn hafi farið fram úr björtustu vonum og nú er listinn yfir þátttakendur bæði langur og tilkomumikill. Heiðursgestur hátíðarinnar er Arnaldur Indriðason og meðal þátttakenda eru Ann Cleeves, Jörn Lier Horst, Michael Ridpath, William Ryan, Zoë Sharp, James Oswald og fleiri og fleiri, en alls eru erlendir þátttakendur í hátíðinni nítján talsins, auk fjölmargra íslenskra glæpasagnahöfunda. Hátíðin hefur þegar vakið mikla athygli erlendis og breska blaðið The Guardian tilnefndi hana meðal bestu glæpasagnahátíða heims á dögunum, þrátt fyrir að hún hafi aldrei verið haldin fyrr. „Það er bara svona þegar eitthvað tengist Íslandi,“ segir Ragnar. „Það vekur alltaf svo óskaplegan áhuga og forvitni.“ Aðaldagskrá hátíðarinnar er í Norræna húsinu á laugardaginn, þar sem verða pallborðsumræður og viðtöl við höfunda frá morgni til kvölds. Nánast uppselt er á þann hluta hátíðarinnar en áhugasamir þurfa þó ekki að örvænta því í kvöld er hið árlega glæpakvöld Hins íslenska glæpafélags þar sem meðal annars verður sýndur þáttur úr nýrri seríu sem gerð er eftir bókum Ann Cleeves, lesið upp úr nýjum íslenskum glæpasögum og rætt við Norðmanninn Jörn Lier Horst, handhafa Glerlykilsins 2013. Á morgun er boðið upp á glæpagöngu í fótspor Erlendar úr sögum Arnaldar Indriðasonar auk þess sem írski höfundurinn William Ryan býður áhugasömum upp á að taka þátt í ritsmiðju um glæpasagnaskrif. „Þegar við sáum hvað það var mikil aðsókn að dagskránni á laugardaginn ákváðum við að bæta við einum opnum atburði á sunnudagskvöldið,“ segir Ragnar. „Þar munu höfundar lesa úr verkum sínum, spjalla við áhorfendur og segja frá sjálfum sér. Það þarf enga forskráningu á þá dagskrá þannig að við vonum að sem flestir komi og njóti þessa með okkur.“ Glæpakvöldið í kvöld er á Blast Reykjavík við Hverfisgötu, en önnur dagskrá fer fram í Norræna húsinu og geta áhugasamir kynnt sér hana á heimasíðu hátíðarinnar, icelandnoir.com.
Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira