Höfnin hundrað ára Hjálmar Sveinsson skrifar 20. nóvember 2013 06:00 Áttunda mars árið 1913 kom Gufuskipið Edward Grieg til Reykjavíkur og flutti með sér járnbrautarteina, gufulyftara og eimreiðina Minör. Mánuði síðar fór Minör í sína fyrstu ferð í Öskjuhlíðina að sækja grjót. Þá var hafin hafnargerð í Reykjavík. Næstu fjögur árin var Grandagarður lagður út í Örfirisey og svo Ingólfsgarður og Norðurgarður sem mynda mynni gömlu hafnarinnar með gulum vitum á sitt hvorum enda. Kaupmenn og verslunarstjórar í Kvosinni höfðu um langan tíma hvatt til þess að ráðist yrði í hafnargerðina. Þeir vildu fá örugga höfn sem næst verslunarhúsum sínum og skemmum. Fyrsta áratuginn eftir að hafnargerðinni lauk fimmfaldaðist heildarlestafjöldi skipanna sem komu til Reykjavíkur og vörumagnið fjórfaldaðist. Hafnargerðin í Reykjavík 1913 til 1917 var aðgangsmiði borgarinnar að nútímanum. Sá nútími byggði og byggir umfram allt á iðnvæddri framleiðslu, öflugri verslun og skilvirkum samgöngum. Höfnin varð þungmiðja atvinnulífs í Reykjavík og um leið miðstöð verslunar og viðskipta í landinu. Skipafélög settu skemmur sínar og höfuðstöðvar niður við höfnina og mörg af stærstu útgerðarfélögum landsins gerðu út frá höfninni og starfræktu fiskvinnslu í stórum stíl. Enn í dag er „Gamla höfnin“ ein öflugasta sjávarútvegshöfn landsins. Við Vesturhöfnina á sér stað verðmætasköpun á heimsmælikvarða í krafti þekkingar, hugvits og hátæknivæddra framleiðslufyrirtækja. Á síðasta ári var um 108 000 tonnum af sjávarafla landað í Reykjavík. Sundahöfn hefur hins vegar tekið við hlutverki flutningahafnar með háþróaðri upp- og útskipunartækni og gríðarstórum vöruhótelum.Þríþætt starfsemi Segja má að hafnargerðinni í Reykjavík hafi aldrei lokið. Eftir 1917 var haldið áfram að koma upp viðleguköntum, byggja nýja bakka og bryggjur og útbúa svæði fyrir atvinnustarfsemi við hafnakantinn. Þannig er það enn þann dag í dag. Hafnarstarfsemin hefur á hverjum tíma þjónað samfélaginu og lagað sig að kröfum nýrra lífshátta og atvinnuhátta Í dag er starfsemin við höfnina þríþætt. Gegnt sjávarútvegsfyrirtækjunum í vesturhöfninni hefur Harpa risið, glæsilegasta tónleikahús landsins og þótt víðar væri leitað. En við suðurhluta hafnarinnar dafna ferðaþjónustufyrirtæki í kringum hvalaskoðunarferðir. Höfnin er því allt í senn sjávarútvegshöfn, ferðaþjónustuhöfn, afþreyingarhöfn og menningarhöfn. Eitt brýnasta verkefni hafnarstjórnarinnar er að tryggja að þetta skemmtilega sambýli fjölbreytilegrar hafnsækinnar starfsemi gangi sem best fyrir sig. Í skýrslu sem unnin var fyrr á þessu ári um þróun og atvinnustarfsemi í Gömlu höfninni kemur fram að 193 fyrirtæki eru starfrækt við höfnina. Mikil fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu undanfarna áratugi, stóraukinn innflutningur og útflutningur og efling iðnaðar hefur gert starfsemi hafnarinnar enn umfangsmeiri en áður og sérhæfðari. Fyrirtækið Faxaflóahafnir sf var stofnað 1. Janúar 2005. Það á og rekur fjórar hafnir: Reykjavíkurhöfn, Grundartangahöfn, Akraneshöfn og Borgarneshöfn. Fyrirtækið er sameignarfélag fimm sveitarfélaga: Reykjavíkurborgar, Hvalfjarðarsveitar, Skorradalshrepps, Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar. Í tilefni þess að hundrað ár eru liðin síðan hafnargerðin hófst í Reykjavík samþykkti stjórn fyrirtækisins í ágúst 2011 að ráða Guðjón Friðriksson sagnfræðing til að skrifa sögu Faxaflóahafna. Sagan er nú komin út á bók í tveimur bindum, ríkulega skreyttum ljósmyndum, og heitir „Hér heilsast skipin“. Hún á erindi til allra sem hafa áhuga á verslunarsögu, samgöngusögu, sjávarútvegssögu, atvinnuháttassögu, verkalýðssögu og sögu Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Sjá meira
Áttunda mars árið 1913 kom Gufuskipið Edward Grieg til Reykjavíkur og flutti með sér járnbrautarteina, gufulyftara og eimreiðina Minör. Mánuði síðar fór Minör í sína fyrstu ferð í Öskjuhlíðina að sækja grjót. Þá var hafin hafnargerð í Reykjavík. Næstu fjögur árin var Grandagarður lagður út í Örfirisey og svo Ingólfsgarður og Norðurgarður sem mynda mynni gömlu hafnarinnar með gulum vitum á sitt hvorum enda. Kaupmenn og verslunarstjórar í Kvosinni höfðu um langan tíma hvatt til þess að ráðist yrði í hafnargerðina. Þeir vildu fá örugga höfn sem næst verslunarhúsum sínum og skemmum. Fyrsta áratuginn eftir að hafnargerðinni lauk fimmfaldaðist heildarlestafjöldi skipanna sem komu til Reykjavíkur og vörumagnið fjórfaldaðist. Hafnargerðin í Reykjavík 1913 til 1917 var aðgangsmiði borgarinnar að nútímanum. Sá nútími byggði og byggir umfram allt á iðnvæddri framleiðslu, öflugri verslun og skilvirkum samgöngum. Höfnin varð þungmiðja atvinnulífs í Reykjavík og um leið miðstöð verslunar og viðskipta í landinu. Skipafélög settu skemmur sínar og höfuðstöðvar niður við höfnina og mörg af stærstu útgerðarfélögum landsins gerðu út frá höfninni og starfræktu fiskvinnslu í stórum stíl. Enn í dag er „Gamla höfnin“ ein öflugasta sjávarútvegshöfn landsins. Við Vesturhöfnina á sér stað verðmætasköpun á heimsmælikvarða í krafti þekkingar, hugvits og hátæknivæddra framleiðslufyrirtækja. Á síðasta ári var um 108 000 tonnum af sjávarafla landað í Reykjavík. Sundahöfn hefur hins vegar tekið við hlutverki flutningahafnar með háþróaðri upp- og útskipunartækni og gríðarstórum vöruhótelum.Þríþætt starfsemi Segja má að hafnargerðinni í Reykjavík hafi aldrei lokið. Eftir 1917 var haldið áfram að koma upp viðleguköntum, byggja nýja bakka og bryggjur og útbúa svæði fyrir atvinnustarfsemi við hafnakantinn. Þannig er það enn þann dag í dag. Hafnarstarfsemin hefur á hverjum tíma þjónað samfélaginu og lagað sig að kröfum nýrra lífshátta og atvinnuhátta Í dag er starfsemin við höfnina þríþætt. Gegnt sjávarútvegsfyrirtækjunum í vesturhöfninni hefur Harpa risið, glæsilegasta tónleikahús landsins og þótt víðar væri leitað. En við suðurhluta hafnarinnar dafna ferðaþjónustufyrirtæki í kringum hvalaskoðunarferðir. Höfnin er því allt í senn sjávarútvegshöfn, ferðaþjónustuhöfn, afþreyingarhöfn og menningarhöfn. Eitt brýnasta verkefni hafnarstjórnarinnar er að tryggja að þetta skemmtilega sambýli fjölbreytilegrar hafnsækinnar starfsemi gangi sem best fyrir sig. Í skýrslu sem unnin var fyrr á þessu ári um þróun og atvinnustarfsemi í Gömlu höfninni kemur fram að 193 fyrirtæki eru starfrækt við höfnina. Mikil fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu undanfarna áratugi, stóraukinn innflutningur og útflutningur og efling iðnaðar hefur gert starfsemi hafnarinnar enn umfangsmeiri en áður og sérhæfðari. Fyrirtækið Faxaflóahafnir sf var stofnað 1. Janúar 2005. Það á og rekur fjórar hafnir: Reykjavíkurhöfn, Grundartangahöfn, Akraneshöfn og Borgarneshöfn. Fyrirtækið er sameignarfélag fimm sveitarfélaga: Reykjavíkurborgar, Hvalfjarðarsveitar, Skorradalshrepps, Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar. Í tilefni þess að hundrað ár eru liðin síðan hafnargerðin hófst í Reykjavík samþykkti stjórn fyrirtækisins í ágúst 2011 að ráða Guðjón Friðriksson sagnfræðing til að skrifa sögu Faxaflóahafna. Sagan er nú komin út á bók í tveimur bindum, ríkulega skreyttum ljósmyndum, og heitir „Hér heilsast skipin“. Hún á erindi til allra sem hafa áhuga á verslunarsögu, samgöngusögu, sjávarútvegssögu, atvinnuháttassögu, verkalýðssögu og sögu Reykjavíkur.
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar