Flöskuskeyti frá vígstöðvunum Heimir Már Pétursson skrifar 19. nóvember 2013 11:00 Steingrímur J. – Frá hruni og heim Bækur: Frá hruni og heim Björn Þór Sigbjörnsson Veröld Það er óvenjulegt að stjórnmálamenn gefi út bækur um störf sín þegar þeir eru enn í fullu fjöri á hinu pólitíska sviði eins og gerst hefur fyrir þessi jól með útgáfu bóka Össurar Skarphéðinssonar og Steingríms J. Sigfússonar og að nokkru leyti bókar Jónínu Leósdóttur, eiginkonu fyrrverandi forsætisráðherra. Hins vegar er fengur að þessum bókum í ljósi þeirra miklu átaka og upplausnar sem varð í íslensku samfélagi í aðdraganda hrunsins, hruninu sjálfu og eftirmálum þess sem enn eru óráðin. Bækur sem þessar geta ekki annað og hljóta alltaf að ráðast mikið af þeim sjónarhjóli sem viðkomandi stjórnmálamaður stendur á. Það er forsenda sem lesandi gefur sér. Þær geta aftur á móti ef vel er gert veitt innsýn í hugarheim þeirra sem hafa verið í hringiðunni miðri og verið þar ráðandi afl og ef vel er vandað til verka og raunverulegum heimildum haldið til haga, geta bækur sem þessar verið gott innlegg í mat á sögunni og pólitískum straumum. Björn Þór Sigbjörnsson er vandaður blaðamaður sem kann sitt fag og er vel skrifandi. En í ljósi þess að Steingrímur J. Sigfússon er eins og allir vita kjarnyrtur maður og oft orðheppinn hefði ef til vill verið meiri fengur að því að hann hefði ritað bók sína alfarið sjálfur. Hinu er þó ekki að leyna að oft er gott að hafa ritstjóra yfir verkum sem þessum. Það er nokkur fengur að bók Steingríms og Björns Þórs „Frá hruni og heim“. Fyrir það fyrsta er gott að fá svo ferska upprifjun stjórnmálaleiðtoga á þeim gífurlega miklu umbrotatímum sem hrunið hafði í för með sér en ekki hvað síst af því hugmyndafræðilega og sögulega samhengi sem Steingrímur setur hlutina í. Það er ekki við öðru að búast en að margir verði ósáttir við hvernig Steingrímur lýsir atburðum, einstökum samherjum og pólitískum andstæðingum og hvernig hann metur átakalínurnar bæði á meðan einstaka orrustur áttu sér stað og að þeim loknum. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að á þessum umbrotatímum, sem voru í tíð ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna, neistaði á milli manna bæði innan ríkisstjórnarinnar og milli hennar og annarra flokka og hagsmunaaðila í samfélaginu. Þeir geta þá fyllt í eyðurnar eða átt hugmyndafræðilegt samtal við bæði bók Steingríms og Össurar og það yrði nokkur fengur að því. Aðalmálið er að Steingrímur er trúr sjálfum sér. Lesandinn trúir því að hann lýsi atburðum eins og hann raunverulega sá þá og mat þá. Hann lýsir bæði innri togstreitu í sjálfum sér og milli manna og flokka og þegar upp er staðið setur hann sjálfan sig, flokkinn sem hann átti stærstan þátt í að stofna og aðra leikmenn á sviðinu í sitt samhengi. Samhengi Steingríms J. Sigfússonar, margreynds stjórnmálamanns, sem af núverandi stjórnmálamönnum er einn örfárra sem rekur þátttökuminni til atburða í stjórnmálasögunni sem gerðust fyrir árið 2000 og setur þá í athyglivert samhengi. Þess vegna mun bók Steingríms ásamt bók Össurar fara í þann flokk pólitískra endurminningabóka sem verða á leslista stjórnmálafræðinema, sagnfræðinema og ef til vill stúdenta fleiri greina um langa framtíð. Samtíðarmenn sem fylgst hafa með geta sett upp gleraugu þekktra staðreynda úr fjölmiðlum og umræðunni við mat á greiningu Steingríms, en það er líka mikilvægt að bók hans, eins og aðrar bækur af sama meiði, verði fræðimönnum að efniviði við heildargreiningu á þessu tímabili í íslenskri stjórnmálasögu, þannig að þjóðin geti dregið lærdóm sinn af sögunni. Atburðarásin í aðdraganda hrunsins og eftirleik þess var einstaklega hröð og ótrúlega mikið gerðist á örfáum árum þannig að fæstir hafa í raun haft ráðrúm til að meta stöðuna í heild sinni þannig að gagn verði að. Steingrímur greinir frá ýmsu sem fór fram á bak við tjöldin og gott er að fá fram í dagsljósið. Bók þeirra Björns og Steingríms er gott innlegg í nauðsynlegt mat á atburðum liðinna ára; eins og flöskuskeyti frá vígstöðvunum í stríði sem enn er ekki að fullu lokið og menn keppast við að ritstýra frásögnum af.Niðurstaða: Þörf samantekt á flóknum og afdrifaríkum atburðum í sögu landsins, út frá sjónarhóli leiðtoga sem hafði mikil áhrif á örlög þjóðarinnar. Gagnrýni Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur: Frá hruni og heim Björn Þór Sigbjörnsson Veröld Það er óvenjulegt að stjórnmálamenn gefi út bækur um störf sín þegar þeir eru enn í fullu fjöri á hinu pólitíska sviði eins og gerst hefur fyrir þessi jól með útgáfu bóka Össurar Skarphéðinssonar og Steingríms J. Sigfússonar og að nokkru leyti bókar Jónínu Leósdóttur, eiginkonu fyrrverandi forsætisráðherra. Hins vegar er fengur að þessum bókum í ljósi þeirra miklu átaka og upplausnar sem varð í íslensku samfélagi í aðdraganda hrunsins, hruninu sjálfu og eftirmálum þess sem enn eru óráðin. Bækur sem þessar geta ekki annað og hljóta alltaf að ráðast mikið af þeim sjónarhjóli sem viðkomandi stjórnmálamaður stendur á. Það er forsenda sem lesandi gefur sér. Þær geta aftur á móti ef vel er gert veitt innsýn í hugarheim þeirra sem hafa verið í hringiðunni miðri og verið þar ráðandi afl og ef vel er vandað til verka og raunverulegum heimildum haldið til haga, geta bækur sem þessar verið gott innlegg í mat á sögunni og pólitískum straumum. Björn Þór Sigbjörnsson er vandaður blaðamaður sem kann sitt fag og er vel skrifandi. En í ljósi þess að Steingrímur J. Sigfússon er eins og allir vita kjarnyrtur maður og oft orðheppinn hefði ef til vill verið meiri fengur að því að hann hefði ritað bók sína alfarið sjálfur. Hinu er þó ekki að leyna að oft er gott að hafa ritstjóra yfir verkum sem þessum. Það er nokkur fengur að bók Steingríms og Björns Þórs „Frá hruni og heim“. Fyrir það fyrsta er gott að fá svo ferska upprifjun stjórnmálaleiðtoga á þeim gífurlega miklu umbrotatímum sem hrunið hafði í för með sér en ekki hvað síst af því hugmyndafræðilega og sögulega samhengi sem Steingrímur setur hlutina í. Það er ekki við öðru að búast en að margir verði ósáttir við hvernig Steingrímur lýsir atburðum, einstökum samherjum og pólitískum andstæðingum og hvernig hann metur átakalínurnar bæði á meðan einstaka orrustur áttu sér stað og að þeim loknum. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að á þessum umbrotatímum, sem voru í tíð ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna, neistaði á milli manna bæði innan ríkisstjórnarinnar og milli hennar og annarra flokka og hagsmunaaðila í samfélaginu. Þeir geta þá fyllt í eyðurnar eða átt hugmyndafræðilegt samtal við bæði bók Steingríms og Össurar og það yrði nokkur fengur að því. Aðalmálið er að Steingrímur er trúr sjálfum sér. Lesandinn trúir því að hann lýsi atburðum eins og hann raunverulega sá þá og mat þá. Hann lýsir bæði innri togstreitu í sjálfum sér og milli manna og flokka og þegar upp er staðið setur hann sjálfan sig, flokkinn sem hann átti stærstan þátt í að stofna og aðra leikmenn á sviðinu í sitt samhengi. Samhengi Steingríms J. Sigfússonar, margreynds stjórnmálamanns, sem af núverandi stjórnmálamönnum er einn örfárra sem rekur þátttökuminni til atburða í stjórnmálasögunni sem gerðust fyrir árið 2000 og setur þá í athyglivert samhengi. Þess vegna mun bók Steingríms ásamt bók Össurar fara í þann flokk pólitískra endurminningabóka sem verða á leslista stjórnmálafræðinema, sagnfræðinema og ef til vill stúdenta fleiri greina um langa framtíð. Samtíðarmenn sem fylgst hafa með geta sett upp gleraugu þekktra staðreynda úr fjölmiðlum og umræðunni við mat á greiningu Steingríms, en það er líka mikilvægt að bók hans, eins og aðrar bækur af sama meiði, verði fræðimönnum að efniviði við heildargreiningu á þessu tímabili í íslenskri stjórnmálasögu, þannig að þjóðin geti dregið lærdóm sinn af sögunni. Atburðarásin í aðdraganda hrunsins og eftirleik þess var einstaklega hröð og ótrúlega mikið gerðist á örfáum árum þannig að fæstir hafa í raun haft ráðrúm til að meta stöðuna í heild sinni þannig að gagn verði að. Steingrímur greinir frá ýmsu sem fór fram á bak við tjöldin og gott er að fá fram í dagsljósið. Bók þeirra Björns og Steingríms er gott innlegg í nauðsynlegt mat á atburðum liðinna ára; eins og flöskuskeyti frá vígstöðvunum í stríði sem enn er ekki að fullu lokið og menn keppast við að ritstýra frásögnum af.Niðurstaða: Þörf samantekt á flóknum og afdrifaríkum atburðum í sögu landsins, út frá sjónarhóli leiðtoga sem hafði mikil áhrif á örlög þjóðarinnar.
Gagnrýni Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira