Vill nálgast landsliðið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. nóvember 2013 06:30 Hólmbert Aron Friðjónsson, leikmaður Fram, semur við Celtic í vikunni. Mynd/Daníel Fram verður án síns helsta markahróks í Pepsi-deild karla næsta sumar þar sem að félagið hefur selt Hólmbert Aron Friðjónsson til skoska stórliðsins Celtic. Hann heldur sjálfur utan til Skotlands á morgun þar sem hann mun skrifa undir samninginn. Samkvæmt skoskum fjölmiðlum greiðir Celtic um 23 milljónir króna en samkvæmt heimildum Vísis er hún undir 20 milljónum. HK fær svo 35 prósenta hlut af sölunni en Hólmbert, sem er tvítugur, lék með félaginu til ársins 2011. „Það er allt frágengið og vantar bara blekið á pappírinn,“ segir Hólmbert Aron sem kveður Safamýrina eftir tvö og hálft tímabil í bláa búningnum. Hann fór einnig til reynslu til hollenska liðsins Heracles sem lagði sömuleiðis fram tilboð í Hólmbert. „Ég hefði tekið smærra skref með því að fara til Hollands og það hefði ef til vill hentað mér betur nú. En Celtic hafði mikinn áhuga og var mér afar vel tekið þar. Mér leist svo vel á allar aðstæður og tel að ég fái tækifæri þar til að taka framförum.“ Neil Lennon, stjóri Celtic, hefur sagt í skoskum fjölmiðlum að hann vilji nota Hólmbert Aron strax og hann verður gjaldgengur með félaginu um áramótin. Hólmbert segir að hann hafi þroskast mikið sem leikmaður á síðustu árum og að hann sé reiðubúinn fyrir þetta stóra skref. „Ég finn mikinn mun á mér og er til að mynda mun rólegri á vellinum og líður almennt betur. Sjálfstraustið hefur líka verið að aukast og það hefur sitt að segja. Ég lít björtum augum á framtíðina og ætla mér að verða enn betri leikmaður.“ Hann segir stóra markmiðið hjá sér að komast íslenska A-landsliðið. „Vonandi tekst mér að nálgast landsliðið þó svo að það sé afar mikil samkeppni þar, sérstaklega í sóknarlínunni. En ef maður nær að standa sig vel hjá liði eins og Celtic tel ég að það verði ávallt fylgst með manni.“ Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira
Fram verður án síns helsta markahróks í Pepsi-deild karla næsta sumar þar sem að félagið hefur selt Hólmbert Aron Friðjónsson til skoska stórliðsins Celtic. Hann heldur sjálfur utan til Skotlands á morgun þar sem hann mun skrifa undir samninginn. Samkvæmt skoskum fjölmiðlum greiðir Celtic um 23 milljónir króna en samkvæmt heimildum Vísis er hún undir 20 milljónum. HK fær svo 35 prósenta hlut af sölunni en Hólmbert, sem er tvítugur, lék með félaginu til ársins 2011. „Það er allt frágengið og vantar bara blekið á pappírinn,“ segir Hólmbert Aron sem kveður Safamýrina eftir tvö og hálft tímabil í bláa búningnum. Hann fór einnig til reynslu til hollenska liðsins Heracles sem lagði sömuleiðis fram tilboð í Hólmbert. „Ég hefði tekið smærra skref með því að fara til Hollands og það hefði ef til vill hentað mér betur nú. En Celtic hafði mikinn áhuga og var mér afar vel tekið þar. Mér leist svo vel á allar aðstæður og tel að ég fái tækifæri þar til að taka framförum.“ Neil Lennon, stjóri Celtic, hefur sagt í skoskum fjölmiðlum að hann vilji nota Hólmbert Aron strax og hann verður gjaldgengur með félaginu um áramótin. Hólmbert segir að hann hafi þroskast mikið sem leikmaður á síðustu árum og að hann sé reiðubúinn fyrir þetta stóra skref. „Ég finn mikinn mun á mér og er til að mynda mun rólegri á vellinum og líður almennt betur. Sjálfstraustið hefur líka verið að aukast og það hefur sitt að segja. Ég lít björtum augum á framtíðina og ætla mér að verða enn betri leikmaður.“ Hann segir stóra markmiðið hjá sér að komast íslenska A-landsliðið. „Vonandi tekst mér að nálgast landsliðið þó svo að það sé afar mikil samkeppni þar, sérstaklega í sóknarlínunni. En ef maður nær að standa sig vel hjá liði eins og Celtic tel ég að það verði ávallt fylgst með manni.“
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira